Archives

Fimm uppskriftir í léttari kantinum.

Eftir jólin þá kýs ég fremur léttar máltíðir, eitthvað hollt og gott. Ég fékk nóg af kjöti í bili yfir jólin svo núna vil ég helst bara fisk, súpur og salöt. Ég sá í gegnum leitarvélina á blogginu að þið kæru lesendur eruð mikið að leita að léttum réttum þessa dagana svo ég mátti til með að taka saman fimm uppskriftir sem eru í léttari kantinum.  Ég vona að þið njótið vel.  1. Ofnbakaður lax með jógúrtsósu. Einfaldur og dásamlegur lax, ég veit ekki með ykkur en ég elska lax og því er þessi uppskrift í miklu uppáhaldi hjá mér.  2. Brokkólísúpa og ostabrauð. Ég er mikil súpukona og mér finnst fátt betra en góð súpa og gott brauð. Þessi uppskrift er mjög einföld og súpan er ferlega góð….

Kjúklinga-og spínatbaka.

Þegar ég á afgang af kjúkling þá finnst mér tilvalið að búa til kjúklinga- og spinatböku. Bakan er bæði mjög einföld og svakalega góð. Þið getið auðvitað notað hvaða fyllingu sem þið viljið og það er ágætt að nota bara það sem þið eigið til í ísskápnum hverju sinni. Þið getið notað spelt eða venjulegt hveiti í botninn á bökunni. Það fer eftir ykkar smekk. Mæli með að þið prófið að útbúa gómsæta böku.  Kjúklinga-og spínatbaka.  Botn: 2 bollar fínmalað spelt, bollinn sem ég notaði rúmar 237 ml. 100 g smjör, skorið í teninga 100 ml kalt vatn  smá salt  Aðferð: Skerið smjörið í litla teninga, blandið smjörinu, speltinu og saltinu saman með höndunum í skál. Bætið síðan vatninu saman við smám saman. Smjörið þarf…

Afmæliskaka

Ein af mínum bestu vinkonum á afmæli í dag og ég gat ekki hugsað mér annað en að baka handa henni súkkulaðiköku í tilefni dagsins. Mömmudraumur með daimsúkkulaðikremi varð fyrir valinu og auðvitað skreytt með miklu stelpulegu sykurskrauti.  Agla er 25 ára í dag og ég óska henni hjartanlega til hamingju með daginn. Ég er heppin að eiga hana sem vinkonu, hún er algjör draumur í dós.  Agla heldur úti skemmtilegu bloggi og hér getið þið skoðað það.  Ég bakaði mömmudraum sem stendur alltaf fyrir sínu og prufaði nýtt krem sem að mínu mati kom mjög vel út.  Súkkulaðikrem með Daim. 230 g smjör, við stofuhita 5 dl flórsykur 2 tsk vanillu extract eða dropar 100 g Milka mjólkursúkkulaði með Daim 200 g suðusúkkulaði frá Nóa Síríus Hrærið smjör…

Halló rútína.

Nú byrjar fjörið á ný, skólinn að byrja í dag og rútínan hefst hér með. Mikil ósköp sem það var ljúft í jólafríinu en ég tek fagnandi á móti smá rútínu. Það var erfitt að vakna í morgun og það er langur dagur framundan svo kaffi verður mín hjálparhönd í gegnum daginn. Það verður líklega auðveldara að vakna á morgun, ég er alla vega búin að lofa sjálfri mér að því að fara snemma að sofa í kvöld og vonandi stend ég við það loforð. Ég var lengi á fótum í gær að skipuleggja janúarmánuð, mér líður alltaf svolítið betur að skipuleggja dagana mína. Þó ég fylgi planinu ekki alltaf 100% þá er gott að hafa það við höndina. Janúar verður annasamur mánuður og margt skemmtilegt…

Íslenskar pönnukökur með sultu og rjóma.

Tíminn hefur flogið áfram og í dag þá kveðjum við jólin. Fjölskyldan mín er farinn út til Noregs og allt jólaskrautið er komið í kassa. Það er nú alltaf erfitt að kveðja fólkið mitt en þau koma sem betur fer heim eftir nokkrar vikur aftur og ég ætla líka að drífa mig út til þeirra í heimsókn sem allra fyrst.  Í dag fékk ég til mín góða vinkonu í heimsókn og ég ákvað að baka nokkrar pönnukökur handa okkur með kaffinu. Ég tengi pönnukökur alltaf við ömmu og mér finnst dásamlegt að finna pönnukökuilminn. Það er mikill sjarmi yfir pönnukökum og þær smakkast alltaf vel, ég vil alltaf mínar pönnukökur með rjóma og sultu.  Ég rakst á mjög einfalda uppskrift í Gestgjafanum sem ég notaði í…

Áramótaheit

Áramótaheitið mitt í ár er að einblína á litlu hlutina sem skipta máli og gera lífið skemmtilegra. Mér finnst alltaf í byrjun janúar að ég þurfi að vera með ákveðið plan og með háleit markmið sem nauðsyn ber að fylgja, það veldur mér stundum smá áhyggjum því mér líður oft eins og allt þurfi að gerast strax og ég gleymi að einblína á litlu hlutina sem skipta oft öllu máli. Hér eru nokkur lítil atriði sem að mínu mati gera lífið skemmtilegra..  Ég ætla að fara oftar í bústað, eiga fleiri notalegar stundir með fjölskyldunni minni, elda oftar með vinkonum mínum, fara út að borða í hádeginu með vinum mínum vikulega, taka enn fleiri myndir af mat og deila uppskriftum, fara á matreiðslunámskeið, prufa að…

Hvítvín með sushi

Ég er sérlega mikið fyrir sushi og gæti borðað það á hverjum degi. Ég gríp oft með mér sushibakka í hádeginu eða á kvöldin þegar að mig langar í eitthvað ferskt og gott. Ég hef stundum búið til sushi með vinkonum mínum og það er mjög skemmtilegt, ég tengi sushi mikið við huggulegar stundir með vinkonum. Það er fátt betra en að eiga gott kvöld með vinkonum, sushi og góðu hvítvíni.  Ég hef lengi verið að leita að góðu hvítvíni með sushi, ég vil ekki hafa það of sætt og alls ekki of þurrt. Það má heldur ekki vera of sterkt bragð því þá getur það kæft dásamlega fiskibragðið. Ég hef fundið hið fullkomna hvítvín með sushi,  að mínu mati auðvitað.  Gerard Bertrand Chardonnay Reserve…

Lífið instagrammað

1. Fagnaði próflokum með því að kaupa mér Grýlukaffi og varalit  2. Hressandi fjölskyldudinner á Grillmarkaðnum.    3. Skata á þorláksmessu.                        4. Klukkan sex á aðfangadag með fallegum prinsum  5. Um miðnætti að setja súkkulaðimús á kökurnar        6. Kampavín og brúðkaupsfínerí  7. Elsku Danni minn gerði hárið mitt voða fínt     8. Brúðkaup. Systir mín gullfalleg brúður.  9. Keypti mér ljúffengar makrónur í Hagkaup 10. Endaði árið með smá súkkulaðisprengju  11. Prinsarnir mínir ánægðir með eftirréttinn, súkkulaðibomba. 12. Tilbúin í gamlársfjörið.  13. Mexíkósk kjúklingasúpa stendur alltaf fyrir sínu, hér mallar hún í rólegheitum og ilmurinn dásamlegur.  Ég er agalega mikið á instagram og ykkur er guð velkomið að fylgjast með mér…

Brúðkaupsterta

Þann 29.desember gekk systir mín að eiga unnusta sinn hann Andra. Athöfnin var ótrúlega falleg og veislan virkilega flott. Systir mín var sú allra fallegasta, algjör drottning.  Ég var beðin um að baka brúðartertuna og auðvitað sló ég til, ég var þó svakalega stressuð um að þetta myndi misheppnast hjá mér en ég var ósköp ánægð þegar ég fékk að heyra að kakan hefði smakkast vel.  Súkkulaðimarensbotnar með berjum og súkkulaðimús á milli, kremið var hvítt súkkulaðikrem. Þessi samsetning kom vel út að mínu mati og ég var ánægð með kökuna.  Rósamunstrið er verulega rómantískt og á vel við á brúðkaupstertur, ég notaði 1M stút frá Wilton til þess að búa til rósirnar.  Ég fékk kökustandinn að láni og hann var skreyttur í Blómavali á…

Bloggárið 2012.

Árið 2012 er senn á enda, mjög gott ár sem hefur verið viðburðarríkt og mjög lærdómsríkt. Undanfarin tvö ár þá hef ég litið yfir bloggfærslur ársins og tekið saman þær færslur sem hafa verið vinsælastar það árið. Það kom mér skemmtilega á óvart að bakstursfærslurnar eru mjög vinsælar. Bakstur er svo sannarlega í uppáhaldi hjá mér svo það gleður mig að sjá að þið hafið líka mjög gaman af bakstrinum.  Mig langar til þess að byrja á að þakka ykkur lesendum fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. Þúsund þakkir fyrir falleg orð, athugasemdir og tölvupósta sem ég hef fengið frá ykkur. Það er ómetanlegt að eiga góða lesendur og mér þykir ótrúlega vænt um að þið skulið gefa ykkur tíma til þess að…

1 31 32 33 34 35 80