Archives

Vikan Instagrömmuð.

 1. Bolludagurinn er einu sinni ári og því ber að fagna rækilega.  2. Hélt mitt fyrsta bollakökunámskeið og mikið sem það var gaman.  3. Hádegisverður með góðri vinkonu á Bergsson mathús klikkar aldrei.  4. Guðdóttir mín hún Katla Lind er svo dásamlega fögur.  5. Klipping hjá Svavari mínum, það er alltaf svo gott að fríska upp á hárið.  6. Bollakökur á Valentínusardaginn.   7. Grænmetis pítsa á laugardagskvöldi.  8. Fyrstu 10 km á þessu ári og þá mátti aldeilis skála í smoothie. xxx Eva Laufey Kjaran

Sveitasæla

 Nú erum við Haddi komin í sveitasæluna og höfum það reglulega huggulegt. Það er algjör nauðsyn að fara annað slagið yfir eina helgi í sveitina. Göngutúrar, sundferðir, góður matur og sjónvarpsgláp einkenna svona helgar og það er svo huggulegt. Fórum einmitt í sund áðan og ég ætlaði aldeilis að synda frá mér allt vit en það eru nokkur ár frá því að ég var í skólasundi og ég hef nú lítið synt síðan þá svo ég var næstum því drukknuð eftir örfáar ferðir, en tilfinningin var virkilega góð eftir á. Planið í kvöld er svo bara elda eitthvað gott og horfa á sjónvarpið, afslöppuð dagskrá þetta laugardagskvöldið.  La Vieille Ferme er mjög gott rauðvín að mínu mati, mjög létt og fínt.    Mér finnst veðrið svo…

Myndir af bollakökunámskeiði.

Ég hélt mitt fyrsta bollakökunámskeið í vikunni og það var sérlega skemmtilegt. Enda er ekkert huggulegra en bakstur, svo það var ansi ljúft að eyða baksturskvöldi með flottum konum á Akranesi. Hver og ein bakaði og skreytti sínar bollakökur, ég sýndi nokkrar einfaldar skreytingar og sýndi einnig hvernig maður býr til sykurmassaskraut. Þessar myndir tók Edit vinkona mín sem er algjör ljósmyndasnillingur.  Skraut og fínerí. Ég fékk ótrúlega góðar vörur hjá www.mommur.is. Þar er hægt að fá matarliti, sykurmassa, kökuskraut, kökustúta og margt fleira. Ég mæli með þeirri vefverslun ef þið þurfið að fjárfesta í bakstursáhöldum og skrauti.  Bollakökuskreytingar. Ég nota 1 M og 2 D þegar ég skreyti bollakökur, hægt er að kaupa þá stúta hjá www.mommur.is Ég var búin að baka súkkulaðiköku sem við gæddum okkur…

Chia grautur með banana og fimm hlaupalög.

Chia grautur með banana. 1 dl haframjöl 1 1/2 dl vatn 1 1/2 dl mjólk 1 msk chia fræ 1/2 banani, stappaður smá salt Öllu blandað saman í pott og hitað við mjög vægan hita þar til grauturinn hefur þykknað, hrærið vel í á meðan. Stappið 1/2 banana mjög fínt og hrærið saman við grautinn að lokum. Berið grautinn fram með smá agavesírópi og ferskum berjum. Veðrið er búið að vera svo yndislegt undanfarna daga og þá er ekkert betra en að skella sér í útihlaup. Ég er búin að vera að fylgja hlaupaprógrammi og það hefur gengið býsna vel. Tónlistin  skiptir  alltaf miklu máli að mínu mati, þessi fimm lög sem eru hér fyrir ofan eru í eftirlæti hjá mér núna þegar ég fer…

Kaffihús með ömmu

 Ég og amma áttum frekar notalegan dag saman í góða veðrinu á Akranesi. Fórum meðal annars á voðalega krúttlegt kaffihús hér á Akranesi, Garðakaffi. Úrvalið er mjög gott á þessu kaffihúsi og það er alltaf hægt að ganga að því vísu að fá eitthvað ljúffengt með kaffinu. Virkilega fínt kaffihús sem ég mæli innilega með.   Amma fékk sér gamaldags rjómatertu eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan en ég fékk mér ljúffenga Garðaloku.   Einn cappuccino á dag kemur skapinu í lag!  Þessi kona er svo falleg og góð.   Drukkuð mikið kaffi og spjölluðum um allt milli himins og jarðar, og lofuðum veðrinu þess á milli. Það verður allt svo dásamlegt þegar sólin skín svona fallega. Sumsé voðalega notalegur dagur með ömmu. Dagurinn hefur…

Fimm uppskriftir sem eiga vel við á Valentínusardaginn.

Valentínusardagurinn er á morgun, þann 14.febrúar. Íslendingar halda ekkert voðalega mikið upp á þann dag og fá helst grænar bólur ef minnst er á daginn. Mér finnst dagurinn sætur og kjörið tilefni til þess að gera eitthvað með elskunni sinni. Að elda ljúffenga máltíð saman og hafa það huggulegt er að mínu mati mesta rómantíkin. Elda saman í huggulegheitum, fá sér jafnvel vínglas og eyða kvöldinu saman á notalegu nótunum. Það þarf ekki að vera meira en það. Það er oft svo mikið að gera hjá fólki að maður gleymir að þessi augnablik skipta svo miklu máli, því er um að gera að bregða út af hversdagsleikanum og halda upp á daginn.  Hér eru fimm uppskriftir sem að mínu mati eiga vel við á Valentínusardeginum. …

Fjórar myndir

Þá er ég búin að halda fyrsta bollukökunámskeiðið og það tókst mjög vel. Ég var ótrúlega heppin með þáttakendur, ótrúlega flottar baksturs konur. Ég var svolítið stressuð til að byrja með en svo fór stressið um leið og við byrjuðum að baka. Á námskeiðinu þá bakaði hver og ein sínar bollakökur og skreytti með hvítsúkkulaðikremi. Ég fór í gegnum einföld skref að skreytingum og hvernig maður býr til einfalt sykurmassaskraut. Edit vinkona mín tók nokkrar myndir á námskeiðinu og ég hlakka mikið til að deila þeim með ykkur. En hér eru fjórar myndir sem ég lét inn á Instagram, en þar getið þið auðvitað fylgst með mér undir nafninu evalaufeykjaran.   Miðvikudagur í dag og ég hef lítið eldað í vikunni sökum þess að námskeiðin hafa verið…

Afhverju geta ekki allir mánudagar verið bolludagar?

Það er alltaf svolítið erfitt að vakna á mánudögum eftir ljúfa helgi. Augnlokin virðast vera  þúsund kíló og rúmið aldrei jafn heillandi. Ég stökk fram úr rúminu með látum í morgun, fékk þá tilfinningu að ég væri búin að sofa yfir mig. Það er svo óþægileg tilfinning. Ég leit á klukkuna og þá var dágóður tími þar til hún átti að hringja. Ég leit aftur á rúmið og hugsaði hvað það væri nú gott að skríða aftur upp í, ég ætti heilar  30 mínútur til góða í svefn. Í miðjum svefn pælingum þá áttaði ég mig á því að í dag er dagurinn sem gleður mig einna mest. Bolludagurinn! Þrátt fyrir að ég sé búin að fagna bolludeginum í nokkra daga þá er nauðsynlegt að…

Bollakökunámskeið á Akranesi

Á mánudaginn held ég mitt fyrsta bollakökunámskeið á Akranesi. Ég er með smá stresshnút í maganum en mikið sem ég hlakka til. Þetta verður að ég held ótrúlega skemmtilegt. Það eru enn nokkur laus pláss laus svo ef þið hafið áhuga á því að koma þá endilega sendið mér póst á netfangið evalaufeykjaran@gmail.com Ég fékk þessa hugmynd að halda einfalt bollakökunámskeið vegna þess að ég hef fengið margar fyrirspurnir hvað varðar krem og skreytingar. Bollakökur eru í miklu eftirlæti hjá mér, þær bjóða upp á svo marga möguleika. Það er tilvalið að bjóða upp á bollakökur í veislum. Bollakökur eru einfaldar en eru algjört augnyndi og ferlega ljúffengar, passlegur kökubiti sem á alltaf vel við. Á námskeiðinu verður kennt að baka ljúffengar bollakökur fra grunni,…

1 28 29 30 31 32 80