Archives

Uppáhalds vikan mín.

Það var erfitt að vakna í morgun eins og gengur og gerist eftir gleðilega helgi, átti stórgóða helgi sem fór í bókarskrif og huggulegar stundir með vinum. Í gærkvöldi fór ég á leiksýningu hjá Brekkubæjarskóla og hún var frábær, krakkarnir eru svo hæfileikaríkir og sýningin mjög skemmtileg. Gamli skólinn minn á mikið hrós skilið.  Nú er ný vika gengin í garð og þetta er uppáhalds vikan mín á árinu, afmælisvikan í fjölskyldunni minni. Sonur systur minnar á afmæli, ég á afmæli og mamma verður fimmtug á laugardaginn. Svo er auðvitað eurovision, sem er í sérlega miklu uppáhaldi hjá mér. Þannig þetta verður heldur betur skemmtileg vika, rúsínan í pylsuendanum er auðvitað að hluti af fjölskyldunni minni er að koma heim á morgun.  En það nóg…

Mexíkósk grillveisla í Gestgjafanum.

 Grillblað Gestgjafans kom í búðir á dögunum og í blaðinu er m.a. að finna mexíkóska grillveislu eftir mig. Það er ár frá því að ég fékk að spreyta mig í fyrsta sinn hjá Gestgjafanum og ég hef gert nokkra þætti síðan þá fyrir blaðið en ég verð að segja að þessi þáttur er í miklu eftirlæti. Ég var búin að vera með þessa hugmynd lengi í maganum því þetta er akkúrat grillveisla að mínu skapi og ég hlakka til að bjóða fjölskyldu og vinum í grillveislur í sumar.  . Hressandi margaríta, nachos fjall, risarækjur á grillspjóti og meira til í mexíkósku grillveislunni. Uppskriftirnar eiga það sameiginlegt að vera fremur einfaldar, fljótlegar og gómsætar.  Ég mæli svo sannarlega með að þú nælir þér í eintak, blaðið…

Sumarsæla á Akranesi.

 Akranes skartar sínu fegursta í dag, ég vaknaði snemma og ætlaði aldeilis að skrifa á fullu en gat ómögulega verið inni á meðan veðrið er svona gott. Ég fór því með Hadda í Kalla bakarí sem er frábært bakarí hér á Skaganum. Þegar þið komið upp á Skaga í sumar þá mæli ég með að þið farið í Kalla bakarí og fáið ykkur kringlu, kókómjólk og gamaldags kleinuhring. Ég hef fengið mér þessa þrennu frá því að ég var mjög lítið og það var algjör nauðsyn að nesta sig upp í Kalla bakarí áður en maður fer á Langasand. Ef þið hafið ekki komið upp á Skaga þá vitið þið kannski ekki af perlunni okkar, sem er Langisandur.  Dásamleg strönd og svæðið í kring er…

Súkkulaðimoli sem fær þig til að brosa.

Ó súkkulaði, elsku súkkulaði. Ég á mjög erfitt að standast þá freistingu  að fá mér einn súkkulaðibita á kvöldin, sama hvað ég reyni og segi við mig sjálfa að nú fái ég mér ávöxt í staðinn þá veit ég ekki fyrr en ég er komin með súkkulaðistykki upp í munninn eða búin að klára Nóa Kropps pokann. Súkkulaði er einmitt aðal atriðið í þessari færslu, ég ætla að deila með ykkur uppskrift ef uppskrift má kalla að einföldum en stórkostlega góðum súkkulaðibitum. Ég segi það og skrifa að þetta eru með betri súkkulaðimolum sem ég hef smakkað.  Ég mæli með að þið prófið, þá sérstaklega með kvöldkaffinu eftir góða máltíð.  Gómsætur súkkulaðimoli með hnetusmjöri.  100 g 70% súkkulaði 1 msk. Kókosolía Hnetusmjör, magn eftir smekk…

Mánudagsmorgun

Ný vika, ný verkefni og tækfæri. Eftir tvo góða kaffibolla er ég orðin mjög klár í þessa viku og búin að skipuleggja hana vel og vandlega. Ég er að klára hugmyndavinnuna fyrir bókina og þetta er svei mér þá að smella, svona hér um bil. Nú er bara að prófa sig áfram í tilraunastarfsemi í eldhúsinu… sem er nú ekki leiðinlegt. Ég ætla að halda áfram því ég var búin að lofa mér sundferð um tíuleytið ef vel gengur, veðrið er nú algjört æði.  Ég vona að þið eigið ljúfan mánudag framundan.  xxx Eva Laufey Kjaran

Frábært kvöld með yndislegum vinum.

Vinir gefa lífinu lit, svo mikið er víst. Ég átti stórgott kvöld með bestu vinum mínum um helgina, við elduðum saman og þegar ég segi að við elduðum þá meina ég að Eva og Stefán elduðu ofan í okkur ljómandi gott satay kjúklingasalat sem okkur þykir svo gott. Að vísu átti þetta að vera fundur fyrir Danmörku ferðina en það var lítið fundað. Það styttist í að við förum til Kaupmannahafnar og þar ætlum við m.a. að fara á Beyonce tónleika. Ég get ekki beðið, ég hlakka svo óskaplega til að fara út og vera úti með vinum mínum… og já ég hlakka líka rooosalega mikið til að sjá Beyonce.   Salatið er ferlega gott og ég mæli með að þið prófið. Eva og Stefán bættu…

Mjúkir kanilsnúðar með dásamlegum glassúr.

Mjúkir kanilsnúðar með glassúr lífga upp á tilveruna, ég segi það og skrifa. Það er eitthvað svo ómótstæðilega gott við þessa snúða og heimilið ilmar svo vel á meðan bakstrinum stendur. Ég tengi þessa snúða alltaf við eina skemmtilega minningu frá því að ég bjó í Noregi. Bakkelsið í Noregi er ekkert sérlega spennandi og norðmenn eru ekki mikið að dúllast í bakstri, þess vegna lá mér lífið á þegar mamma bakaði þessa gómsætu snúða að fá vinkonur mínar til þess að koma í smakk. Þegar  snúðarnir voru tilbúnir þá hljóp ég út í næsta hús og þar voru nokkrar vinkonur mínar sem ég bauð að koma með mér heim og smakka snúðana, þegar heim var komið sátu tveir yngri bræður mínir og þeirra vinir…

Lax í suðrænni sveiflu.

Ég elska fisk og þá sérstakleg lax, það er hægt að elda hann á svo marga vegu og hann er alltaf góður. Ég tíndi til það sem ég átti í ískápnum og úr varð lax í suðrænni sveiflu með léttri sósu. Ég borðaði yfir mig og gott betur en það en mér leið afskaplega vel eftir þessa máltíð, létt máltíð sem fangar augað og kitlar bragðlaukana.  Mæli með fiskveislu  handa fjölskyldu og vinum um helgina.  Lax í suðrænni sveiflu.   500 g laxaflök 1 dl sojasósa 1 dl olía 2 cm engiferrót 1/2 chili, fræhreinsað 1 msk ferskur koríander, smátt saxaður sesamfræ salt og pipar, magn eftir smekk  Aðferð: Roð og beinhreinsið laxaflökin, skerið fiskinn niður í álíka stóra bita. Afhýðið engifer, fræhreinsið chili og saxið…

Lífið Instagrammað.

 1. Lærdómshuggulegheit í bústað.  2. Skrifaði undir útgáfusamning að matreiðslubók.:))  3. Elsku besti afi Allan átti afmæli í síðustu viku.  4. Vinkonur á konukvöldi á Akranesi.   5. Fór í sumarbústað með frábærum vinum. Grilluðum, drukkum gott vín og höfðum gaman. Mikið sem ég er rík að eiga svona góða og skemmtilega vini.  6. Við Þingvallavatn.   7. Ýsa í sannkölluðum sparibúning, uppskriftin kemur inn á bloggið á næstu dögum.  8. Í dag fórum við að skoða íbúðir í Vesturbænum og keyptum okkur auðvitað ís í ísbúð Vesturbæjar. Planið er að flytja suður með haustinu, það verður skemmtilegt að prófa.  Þið getið auðvitað fylgst með mér á Instagram, þið finnið mig þar undir evalaufeykjaran.    Ég vona að þið hafið átt góðan dag og eigið enn betra kvöld…

Mánudagsfjör.

Helgar rósirnar mínar sem eru svo fallegar.  Þá er ný vika gengin í garð, ég hef það á tilfinningunni að þetta verði góð vika. Það boðar alltaf gott að vakna við það að sólin skín í gegnum gluggann. Það er vika síðan að ég skrifaði undir minn fyrsta útgáfusamning og það er ekki langt í að ég skili bókinni frá mér. Þessi vika verður tileinkuð skrifum og prufum í eldhúsinu, það eru algjör forréttindi að fá að gera það sem manni þykir skemmtilegast. Að því sögðu þá ætla ég að hita mér meira kaffi og spýta í lófana, þessir kaflar skrifa sig ekki sjálfir.  Ég vona að þið eigið ljúfa viku framundan kæru vinir.  xxx Eva Laufey Kjaran

1 23 24 25 26 27 80