Mánudagsfjör.

Helgar rósirnar mínar sem eru svo fallegar. 
Þá er ný vika gengin í garð, ég hef það á tilfinningunni að þetta verði góð vika. Það boðar alltaf gott að vakna við það að sólin skín í gegnum gluggann. Það er vika síðan að ég skrifaði undir minn fyrsta útgáfusamning og það er ekki langt í að ég skili bókinni frá mér. Þessi vika verður tileinkuð skrifum og prufum í eldhúsinu, það eru algjör forréttindi að fá að gera það sem manni þykir skemmtilegast. Að því sögðu þá ætla ég að hita mér meira kaffi og spýta í lófana, þessir kaflar skrifa sig ekki sjálfir. 
Ég vona að þið eigið ljúfa viku framundan kæru vinir. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *