Archives

Torvehallerne

Torvehallerne er stærsti matarmarkaðurinn í Kaupmannahöfn, ég naut þess að labba um og skoða, þefa og smakka ljúffengan mat. Það eru 60 mismunandi staðir í Torvehallerne svo allir ættu að finna sér eitthvað við sitt hæfi.  Agnes cupcakes – ein krúttlegasta bollakökubúð sem ég hef séð. Kökurnar eru dásamlegar góðar.  Fengum okkur smurbrauð og skáluðum fyrir Fríðu sem átti afmæli þennan dag.  Algjört beauty Mæli með að þið farið í Torvehallerne ef þið eruð á leið til Kaupmannahafnar. Algjört himnaríki fyrir sælkera.  Nú erum við að pakka niður og leiðin liggur heim í dag, þetta hefur verið stórkostleg ferð og við erum ansi hátt uppi í dag vegna þess að við vorum á svo frábærum tónleikum í gærkvöldi með Beyonce. Almáttugur hvað hún er flott,…

Hamingjusamir vinir í Köben

Við komum eldsnemma í morgun til Köben og sólin tók aldeilis á móti okkur. Við byrjuðum á því að koma okkur fyrir í íbúðinni og tókum svo góða leggju. Um hádegisbilið fórum við og fengum okkur smurbrauð og hressandi drykki á Nyhavn. Kaupmannahöfn er mjög heillandi og við höfum verið að labba um og njóta okkar í góða veðrinu.   Ég tók auðvitað margar myndir í dag og ætla að deila nokkrum með ykkur.   Dejligt að vera saman í Köben.  Nú er Stefán Jóhann búinn að blanda fordrykki og nú liggur leiðin út að borða.  Ég vona að þið hafið það ljómandi gott og góða helgi. xxx Eva Laufey Kjaran

Ómótstæðilegar Franskar Makrónur.

Franskar makrónur eru ómótstæðilega góðar og algjört augnayndi. Þegar við Haddi fórum til Parísar. ( þetta er önnur færslan í röð sem ég minnist á París, það er bara allt svo ljómandi gott við París)  þá gekk ég framhjá Ladurée „The Parisian tea salons„. Það má rekja sögu Ladurée aftur til ársins 1862, makrónur eru þeirra sérgrein og þær eru svo dásamlega góðar að það nær öngvri átt. Mér finnst ótrúlega gaman að baka makrónur (þegar baksturinn gengur upp).  Ég fór á námskeið hjá Salt eldhúsi og mæli svo sannarlega með að þið farið á námskeið hjá henni Auði í makrónubakstri.  Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift að makrónum með súkkulaðifyllingu.  Makrónur gleðja bæði augað og magann.  Franskar makrónur ca. 20 – 22…

Bókin, sumarþráin og Köbenferð.

 Fyrir framan mig er bolli með rjúkandi heitu kaffi sem ég kann svo vel á meta á svona dögum þegar augun vega þúsund kíló. Ég vaknaði eldsnemma og dreif mig í skólann til þess að taka próf. Tilfinningin var góð að ganga út úr prófinu og ég fékk mér sushi í hádeginu með Fríðu vinkonu í tilefni þess að þetta próf hjá okkur var búið.  Ég náði svo í flugfreyjutöskuna mína góðu, í henni eru einkennisfötin mín en það styttist óðum í að þriðja fluffusumarið bresti á. Ég hlakka svo ótrúlega mikið til að byrja að fljúga, mikið sem ég er ánægð í sumarvinnunni minni hjá Icelandair.  Þegar ég var loksins komin upp á Skaga aftur þá byrjaði ég að skrifa… og skrifa. Styttist í…

Bananabollakökur með dásamlegu kremi

Löng helgi og því algjörlega tilvalið að baka eitthvað gómsætt handa fjölskyldu og vinum. Ég mæli með þessum sykursætu bananabollakökum sem ég bakaði í vikunni handa Menntamálanefndinni minni sem ég var að kveðja. Ég lauk setu minni í Stúdentaráði SHÍ í vikunni og lét sömuleiðis af formannsembætti Menntamálanefndar SHÍ. Ég var svo heppin að vinna með frábæru fólki í nefndinni minni. Við nutum þess að borða kökur og drekka mjólk á lokafundi annarinnar.  Ég ætla að deila með ykkur menntamálabollakökum með uppáhalds kreminu mínu.  Bananabollakökur 250 g sykur  140 g smjör 2 egg250 g hveiti  1 tsk lyftiduft 2 tsk vanillusykur 2 dl mjólk 1 stappaður banani Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Hrærið smjör og sykur saman í hrærivél og bætið síðan eggjum saman við,…

Fimm dásamlegir réttir sem henta vel í Eurovision partíið. Áfram Ísland!

 Sweet chili ídýfan er alltaf rosalega góð og sérlega einföld, það sem þarf í þessa ídýfu er sýrður rjómi og sweet chili sósa. Magnið fer auðvitað eftir því hvað þið ætlið að bjóða mörgum í teitið, ég er yfirleitt með eina dós af sýrðum rjóma og sáldra vel af sósunni yfir. Dásamlega gott með Doritos.   Þessi sælgætiskaka er syndsamlega góð  og er af einföldustu gerð. Uppskriftin er hér.   Fersk og góð ídýfa sem slær alltaf í gegn. Uppskriftin er hér.  Sumar í skál. Ég gerði þessa skál fyrir grillblað Gestgjafans í fyrra og hef gert hana margoft fyrir fjölskyldu og vini, á bara enga almennilega mynd. Þær eru svo dökkar sem ég á, þannig ég átti þessa mynd af blaðinu síðan í fyrra og hún…

Besti afmælisdagurinn.

 Ég er mjög mikið afmælisbarn og finnst ótrúlega gaman að eiga afmæli, eins og flestum. Ég vaknaði eldsnemma og borðaði köku með fjölskyldunni minni. Þau stungu svo af til New York og Haddi stakk af í vinnu svo ég fór suður og hitti elskulega vini mína. Ég tók auðvitað nokkrar myndir sem ég ætla að deila með ykkur.   Borðuðum ljúffengan mat á Borginni, ég mæli svo sannarlega með Fjarkanum á matseðlinum.   Elskulegu vinir mínir sem ég er svo heppin að eiga. Nafnahringur, byrjum til hægri. Erna Guðrún, ég, Guðrún Selma, Stefán Jóhann, Sara Karen, Vera Líndal, Guðrún Sóley, Anna Margrét, Eva og svo loks Fríða mín.   Ég var svo heppin að fá afmælisköku sem smakkaðist ótrúlega vel.   Ég kom með teppi og köku, ferðinni var…

Ofnbakað spaghetti með ljúffengum kirsuberjatómötum

Ég borða mjög mikið af pasta og spaghettí, það er hægt að búa til svo marga rétti úr þessu dásamlega hráefni. Þegar að ég hef ekki mikinn tíma til þess að elda þá enda ég oftast á því að útbúa fljótlegan pasta/spaghettírétt. Á tyllidögum er líka mjög gott að fá sér rauðvínsglas með matnum og njóta í góðra vina hópi. Mig dreymir um að heimsækja Ítalíu einn daginn og borða mig í gegnum landið, pasta, pítsur og rauðvín í öll mál. Fer vonandi til Ítalíu fyrr en síðar.  Þessi réttur sem ég ætla að deila með ykkur í dag er svakalega einfaldur og ljúffengur, brauðstangirnar sem þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan bakaði ég í Salt eldhúsi þegar ég fór á bakstursnámskeið hjá þeim….

Lífið Instagrammað

 1. Veðrið er orðið mjög fínt og þá er sko í lagi að færa sig út til þess að skrifa bókina mína.  2. Langisandur fallegur.  3. Er komin á mjög gott skrið með bókina og hún er farin að taka á sig ágæta mynd. 4. Fór á myndlistarsýningu hjá hæfileikaríku vinkonu minni henni Veru Líndal.   5. Bakaði bláar og fallegar makrónur um helgina, uppskriftin kemur inn á bloggið í vikunni.   6. Mexíkósk grillveisla í Gestgjafanum sem ég sá um, mæli með grillblaði Gestgjafans.  7. Bleikar og sætar bollakökur á leið í ferðalag.   8. Í gær bjó ég til fimm ljúffeng salöt fyrir næsta tölublað Gestgjafans, mjög skemmtilegt verkefni og nú er ég á fullu að skipuleggja salatþáttinn fyrir bókina mína.  9. Fallegi bleiki kökudiskurinn sem…

1 22 23 24 25 26 80