Archives

Dásamlegir Marsbitar sem bráðna í munni

Nú styttist í Verslunarmannahelgina og eflaust margir frekar spenntir, enda er mikið um að vera út um allt land. Ég ætla þess vegna að deila með ykkur í dag uppáhalds nammibitanum mínum sem ég geri gjarnan þegar ég ferðast. Dásamlegir Marsbitar sem bráðna gjörsamlega í munni, ég fæ ekki nóg af þessum litlu og ljúffengu bitum. Bitarnir eru af einföldustu gerð og það er þægilegt að taka þá með í fríið. Ég verð heima um helgina en ég gerði mér engu að síður gott súkkulaðinammi til þess að eiga með kaffinu, það er nú algjör nauðsyn.  Rice Krispies og súkkulaði er tvenna sem getur sjaldan klikkað og bragðast alltaf vel, ég mæli með að þið prófið þessa bita kæru vinir.  Dásamlegir Marsbitar ein ofnskúffa eða…

Gjafaleikur á blogginu: PIP Studio bollar

Undanfarið hef ég fengið margar fyrirspurnir varðandi kaffibollana mína frá PIP Studio.  Í samstarfi við Borð fyrir Tvo, verslun á Laugaveginum ætlum við því að gefa heppnum lesenda fjóra dásamlega bolla úr þessari fallegu línu.  Verslunin Borð Fyrir Tvo er staðsett á Laugavegi 97. Hér getið þið skoðað Facebook síðu verslunarinnar.  Þessir bollar eru dásamlega fallegir og lífga upp á tilveruna.  Það eina sem þú þarft að gera lesandi góður til þess að eiga möguleika á því að næla þér í bollana er að skrifa nafn og netfang í athugasemdakerfið hér fyrir neðan og gefa blogginu Like á Facebook, ef þú ert nú þegar búin að gefa blogginu Like þá þarftu einungis að skrifa nafn og netfang í athugasemdakerfið. Ég dreg út heppinn vinningshafa að…

Fimm hlaupalög

Myndin gat ekki verið meira bleik, ég reyndi þó. haha. Ég er búin að skrá mig í hálfmaraþon í Reykjavíkurhlaupinu þann 24. ágúst og hef verið að hlaupa svolítið, svona skemmtilegra að undirbúa sig aðeins. Ég hef aldrei hlaupið 21km áður svo það verður fróðlegt að vita hvort ég komist í mark, markmiðið er auðvitað bara að komast í mark. (hlaupa/skríða – hvur veit!) Ég verð að hlusta á tónlist þegar ég er að hlaupa, ég veit að sumir gera það ekki en ég er ekki það mikill hlaupari að ég get sleppt músíkinni. Það er aðal fjörið hjá mér! Hér fyrir ofan eru fimm lög sem eru í eftirlæti hjá mér núna, ég ákvað að deila þessum lögum með ykkur því ég er alltaf…

Létt og ljúffengt kjúklingasalat

Í gærkvöldi var ég með kjúklingasalat í matinn og það smakkaðist mjög vel svo ég verð að deila uppskriftinni með ykkur. Matarmikil salöt eiga vel við á sumrin, það tekur enga stund að búa til gott salat og sniðug leið til þess að nota þau hráefni sem eru til í ísskápnum hverju sinni. Það eru ótal möguleikar í salatgerð og það er um að gera að prófa sig áfram, allt er vænt sem vel er grænt. 🙂   Pestókjúklingasalat fyrir fjóra 1 – 2 msk ólífuolía  2 hvítlauksrif, pressuð 3 – 4 kjúklingabringur 3 – 4 msk rautt pestó 1 poki blandað salat  1 agúrka 1 mangó 1 meðalstór rauðlaukur  1 askja kirsuberjatómatar  fetaostur, magn eftir smekk  balsamikedik, magn eftir smekk  salt og nýmalaður pipar  radísur …

Sunnudagur til sælu

Það var svo sannarlega fínn kaffitíminn í dag, borðuðum kanilsnúða og kleinur í Paradísarlaut. Mikil ósköp er það fallegur staður, við skoðuðum líka fossinn Glanna og sá er fagur. Það er svo ljómandi skemmtilegt að keyra aðeins um landið okkar og skoða. Þetta var frekar góður sunnudagsbíltúr.   Við Haddi vorum í Boston um helgina og Nike-uðum okkur upp eins og allir aðrir.  Ég er ferlega skotin í bleiku skónum mínum.   Glanni.  Haddi minn sætur og fínn við Glanna.  Ljómandi fín helgi að baki og ég finn það á mér að það sé góð vika í vændum. Ég vona að ykkar helgi hafi verið góð og að vikan verði ykkur enn betri.  xxx Eva Laufey Kjaran

…hún kom

Loksins kom sólin og nú er ég hætt að tuða yfir veðrinu, mikið sem allt verður betra í sólinni. Ég nenni lítið að vera inni á meðan veðrið er svo gott og er voða lítið í eldhúsinu, þess vegna fáið þið svona lítið af uppskriftum hingað inn kæru vinir. Í kvöld ætla ég þó að elda fisk, þið fáið auðvitað uppskriftina ef fiskurinn smakkast vel. 😉  Í gær eftir vinnu þó fórum við suður út að borða á Steikhúsinu og við fengum ótrúlega góðan mat, mæli með þeim stað. Ég gat loksins notað fína kjólinn minn sem ég keypti í fyrr í sumar í Freebird. Það er algjör nauðsyn að fara í kjól þegar sólin skín.  Þegar að það er lítið að gerast á blogginu…

Morgunkokteill

Ég er örugglega búin að tuða í sérhverju mannsbarni hér á Íslandi um veðrið í sumar, já ég er ein af þeim sem læt veðrið fara svolítið í mig. Í dag er rigningardagur númer 112993…Sólin hefur eiginlega ekkert verið hér á Skaganum í sumar. Einn og einn dagur, en alls ekki nógu mikið. Það er hásumar og þá má maður aðeins nöldra yfir sólarleysi. Í morgun ákvað ég þess vegna að búa mér til morgunkokteil (boozt í háu og fínu glasi), dagurinn varð strax skemmtilegri.  Morgunkokteill  1 bolli frosin hindber 1 bolli frosið mangó 1 banani  1 msk chia fræ 2 bollar trópí tríó  smá skvetta af agavesírópi Öllu er blandað saman í blandaranum, ég lét í lokin smá skvettu af agavesírópi.  Drekkist helst í…

Oreo skyrkaka

 Ég er ferlega hrifin af osta-og skyrkökum. Þær eru svo fljótlegar og einfaldar, smakkast líka guðdómlega. Oreo kexið er í sérstöku uppáhaldi hjá mér og ég held að flestir séu sammála um að þessar kexkökur séu þær allra bestu, það smakkast allt betra ef það er Oreo í því. Ég hef smakkað margar tegundir af Oreo ostakökum og mér þykja þær allar góðar, ég var ekki búin að smakka Oreo í skyrkökum og ákvað því að prófa mig áfram í skyrkökugerðinni. Kakan tókst sérdeilis vel til, bauð upp á hana í eftirrétt eitt kvöldið og við vorum öll sammála um að kakan væri stórgóð. Skyrkökur henta sérstaklega vel sem eftirréttur að mínu mati, þær eru svo léttar og góðar.  Hér kemur uppskriftin og ég vona…

Andleg og líkamleg næring

 LOKSINS var gott veður á Skaganum í gær, ég gat ekki hugsað mér að vera inni svo ég ákvað að fara upp á Akrafjall. Ég var ekki búin að fara upp á fjall í nærri því tvö ár. Það var vissulega erfitt en almáttugur hvað það jafnast fátt á við þá sældartilfinningu þegar upp á toppinn er komið. Ég sat þar lengi og naut þess að horfa á dásamlegt útsýni í góða veðrinu.  Akranesið mitt fallega.  Æ þetta var voðalega notaleg stund, fjallaganga er bæði ótrúlega góð fyrir líkama og sál. Ég kom endurnærð niður, ég get þó lítið gengið í dag en það er nú lúxus vandamál. Vonandi kemur góða veðrið aftur fljótlega og þá ætla ég aftur upp á fjall, mér finnst lítt…

Dásamlegar vöfflur með súkkulaðibitum

Þann ellefta júlí átti litli bróðir minn hann Allan Gunnberg afmæli, hann er orðinn nítján ára. Ég ákvað að baka vöfflur og súkkulaðiköku í tilefni dagsins, ég prófaði að setja súkkulaðibita í vöfflurnar og það kom ferlega vel út og því langaði mig til þess að deila með ykkur uppskriftinni.  Tíminn flýgur þessa dagana og ég hef ekki haft mikinn tíma til þess að blogga, því nú verr og miður. Vinnan, bókin, íbúðarleit í borginni og margt annað á hug minn þessa dagana en mér finnst voðalega leiðinlegt að ná ekki að sinna blogginu eins og ég vildi. En það er margt mjög skemmtilegt framundan hvað varðar bloggið og ég hlakka til þess að deila því með ykkur þegar nær dregur. Það er kannski góðs…

1 20 21 22 23 24 80