Sunnudagur til sælu

Það var svo sannarlega fínn kaffitíminn í dag, borðuðum kanilsnúða og kleinur í Paradísarlaut. Mikil ósköp er það fallegur staður, við skoðuðum líka fossinn Glanna og sá er fagur. Það er svo ljómandi skemmtilegt að keyra aðeins um landið okkar og skoða. Þetta var frekar góður sunnudagsbíltúr. 

 Við Haddi vorum í Boston um helgina og Nike-uðum okkur upp eins og allir aðrir. 
Ég er ferlega skotin í bleiku skónum mínum. 

 Glanni.

 Haddi minn sætur og fínn við Glanna. 
Ljómandi fín helgi að baki og ég finn það á mér að það sé góð vika í vændum. Ég vona að ykkar helgi hafi verið góð og að vikan verði ykkur enn betri. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *