Fimm hlaupalög

Myndin gat ekki verið meira bleik, ég reyndi þó. haha.
Ég er búin að skrá mig í hálfmaraþon í Reykjavíkurhlaupinu þann 24. ágúst og hef verið að hlaupa svolítið, svona skemmtilegra að undirbúa sig aðeins. Ég hef aldrei hlaupið 21km áður svo það verður fróðlegt að vita hvort ég komist í mark, markmiðið er auðvitað bara að komast í mark. (hlaupa/skríða – hvur veit!)
Ég verð að hlusta á tónlist þegar ég er að hlaupa, ég veit að sumir gera það ekki en ég er ekki það mikill hlaupari að ég get sleppt músíkinni. Það er aðal fjörið hjá mér! Hér fyrir ofan eru fimm lög sem eru í eftirlæti hjá mér núna, ég ákvað að deila þessum lögum með ykkur því ég er alltaf að spyrjast fyrir um hressandi lög til þess að hlaupa við. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

  • Líst vel á að þú setur inn lög sem er gott að hlaupa við, það er aldrei of mikið af þeim 🙂

    Gangi þér vel með 21km

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *