Eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef unnið að er án efa að útbúa þrjú gómsæt salöt sem þið finnið á matseðli Local út júní. Ég var ekki lengi að segja já þegar ég var beðin um þetta verkefni þar sem ég hef sjálf verslað mikið á Local undanfarin ár og mér þykir salöt einstaklega góð máltíð, sérstaklega ef þau eru svolítið djúsí. Ég setti þess vegna saman þrjú salöt sem eru afar ólík og þegar ég setti þau saman þá horfði ég mikið á bloggið og uppskriftirnar hér inni, því ég fæ best innsýn hvað fólk hefur áhuga á með því að skoða gamlar færslur og uppskriftir. Ein vinsælasta uppskriftin á blogginu er meðal annars kjúklingasalat með jarðarberjum, bragðmikilli sósu og nachos flögum. Þannig ég…
Uppáhalds pæið mitt án efa – karamellupæ með bönunum og sætum rjóma. Sjómannadagurinn í dag og því er heldur betur tilefni til þess að skella í eina böku. Botn: 400 g kexkökur (ég nota yfirleitt digestive kex) 170 g smjör, brætt 2 tsk sykur Aðferð: Setjið hráefnin í blandara/matvinnsluvél þar til kexblandan er orðin að fínni mylsnu. Setjið kexblönduna í hringlaga bökuform (helst smelluform) og þrýstið blöndunni vel í formið og upp með börmum á forminu. Kælið bökuskelina í 30 mínútur. Fylling: 550 Dulce de leche karamella 2 bananar Aðferð: Hellið karamellunni í bökuskelina, skerið niður banana og raðið yfir karamelluna. Kælið bökuna í lágmark klukkustund – því lengur því stífari verður karamellan. Sætur rjómi 400 ml 2 msk sykur 50 g suðusúkkulaði Aðferð: Setjið…
Ég er komin með algjört æði fyrir hrákökum og gerði þessi snickers hráköku um daginn sem ég verð að deila með ykkur. Mér finnst hún æðislega góð! Ég nota lítið form eða 15 cm hringlaga en það má auðvitað nota hvaða form sem er eða tvöfalda uppskriftina. Best er að nota smelluform eða setja bökunarpappír í botninn á forminu svo auðvelt sé að ná kökunni upp úr forminu. Snickers Hrákaka Botn: 1,5 dl salthnetur 1,5 dl möndlur (með eða án hýðis) 2 msk hnetusmjör ögn af salti 2 msk kókosolía (brædd) Aðferð: Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og maukið, setjið fyllinguna í bökuform og þrýstið vel í formið. Kælið botninn í ísskáp eða í frysti í smá stund á meðan þið útbúið fyllinguna. Fylling: 180…
Innihald:500 g rjómaostur1 stk lítill blaðlaukur1 stk lítil rauð paprika1 mexíkóostur3 dl pepperoni, smátt saxað1 krukka salsasósa 1/2 rauðlaukur Nachos flögur, magn eftir smekk6 stk tortillakökur (6-8 stk) Kóríander til skrauts, má sleppa. Aðferð: Skerið hráefnin mjög smátt og hrærið öllu saman við rjómaostin Smyrjið fyllingunni á tortillavefjur, setjið smá af salsasósu yfir og myljið sömuleiðis nachos flögum yfir. Rúllið vefjunum upp og skerið í litla bita. Skreytið gjarnan með kóríander. Njótið vel og Áfram Ísland!! xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
ÞESSI FÆRSLA ER UNNIN Í SAMSTARFI VIÐ LOCAL Ég er ótrúlega ánægð að kynna þetta samstarf sem hófst í apríl en þið finnið þrjú salöt sem ég setti saman á matseðli LOCAL út júnímánuð. Ég elska að setja saman gómsæt og góð salöt sem gleðja augað. Það þarf nefnilega alls ekki að vera leiðinlegt að borða salöt eins og þið vitið, en bara ef það var ekki á hreinu að þá er það komið á hreint núna 🙂 Ég var ekki lengi að segja já við þessu samstarfi þar sem ég hef verið fastakúnni hjá Local í nokkur ár og treysti þeim mjög vel þar sem ég veit að gæðin eru í fyrirrúmi. Salötin eru þrjú og eru afar ólík, ég setti saman mín uppáhalds…
Ingibjörg Rósa í essinu sínu við Windsor kastala Rósavín í kvöldsólinni, jájá : ) Ingólfur vinur okkar býr í Lundúnum, ótrúlega gaman að hitta á hann. Svona búum við til pláss fyrir næsta eftirrétt. Besta fólkið mitt Sjá hana <3 Draumur að rætast að Dagsferð í Oxford. Ég bjó þar í nokkra mánuði eftir menntaskóla, fór þangað til þess að læra ensku og vann einnig á litlu kaffihúsi. ELSKA Oxford og það var mjög skemmtilegt að sýna stelpunum mínum hvar ég bjó og svo videre. Í fyrsta sinn í lest. Stóra stelpan mín <3
Lindor súkkulaðiísinn Fyrir 6 – 8 22 Lindor súkkulaðikúlur 1 msk rjómi 10 eggjarauður 10 msk sykur 400 ml rjómi 2 tsk vanilla (má vera duft, sykur eða dropar) Bræðið 10 kúlur og 1 msk af rjóma í potti, færið súkkulaðið af hitanum þegar það er bráðnað. Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós. Þeytið rjóma og vanillusykur. Saxið niður 12 kúlur til viðbótar. Blandið öllum hráefnum varlega saman með sleikju og hellið í form, setjið ísinn í frysti í lágmark 3 – 4 klst. Berið ísinn gjarnan fram með heitri súkkulaðisósu og ferskum berjum. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin fást í verslunum Hagkaups.
PÁSKABOMBA 7,5 dl hveiti 5 dl sykur 2 tsk lyftiduft 2 tsk matarsódi 4 msk kakó 2 tsk vanilla 5 dl ab mjólk 2,5 dl ljós olía 3 egg Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Blandið öllum hráefnum í skál og þeytið vel saman þar til deigið er silkimjúkt, það er gott ráð að skafa meðfram hliðum einu sinni til tvisvar. Skiptið deiginu í tvö smurð kökuform og bakið við 180°C í 35 – 40 mínútur. Kælið áður en þið setjið krem á milli og þekjið kökuna. Hvítt súkkulaðikrem 300 g smjör 600 g flórsykur 2 tsk vanilla 1 msk rjómi 150 g brætt hvítt súkkulaði Matarlitur eftir smekk Aðferð: Þeytið saman smjör og flórsykur þar til blandan verður létt í sér. Bætið vanillu, rjóma og…
Brokkolísalatið 1 stórt höfuð brokkólí, hrátt 2 dl fetaostur 1 – 2 dl grískt jógúrt, magn eftir smekk 150 g forsteikt beikon Fræin úr einu granatepli 150 g furuhnetur ½ rauðlaukur 1 hvítlauksrif 3 msk hunang Salt og pipar, magn eftir smekk Aðferð: Setjið brokkólí (hrátt), rauðlauk, furuhnetur og hvítlauk í matvinnsluvél og maukið mjög fínt. Skerið beikon í litla bita, steikið og þerrið vel. Blandið því næst öllum hráefnum saman í skál og kryddið gjarnan með salti og pipar Best að kæla salatið í 30 – 60 mínútur áður en þið berið fram. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.