SPICY NOODLE – LOCAL X EVA LAUFEY (SAMSTARF)

Eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef unnið að er án efa að útbúa þrjú gómsæt salöt sem þið finnið á matseðli Local út júní. Ég var ekki lengi að segja já þegar ég var beðin um þetta verkefni þar sem ég hef sjálf verslað mikið á Local undanfarin ár og mér þykir salöt einstaklega góð máltíð, sérstaklega ef þau eru svolítið djúsí. Ég setti þess vegna saman þrjú salöt sem eru afar ólík og þegar ég setti þau saman þá horfði ég mikið á bloggið og uppskriftirnar hér inni, því ég fæ best innsýn hvað fólk hefur áhuga á með því að skoða gamlar færslur og uppskriftir. Ein vinsælasta uppskriftin á blogginu er meðal annars kjúklingasalat með jarðarberjum, bragðmikilli sósu og nachos flögum. Þannig ég hélt áfram með þá hugmynd og úr varð Spicy Noodle salatið sem er æðislega gott, þó ég segi sjálf frá.

Sterkt með sætunni úr jarðarberjum og krönsið úr nachos flögum. Þegar þú blandar þessu svo saman við gott salat, núðlur og piri piri sósu þá erum við að dansa!

Salötin eru á matseðli Local út júní og auðvitað hvet ég ykkur til þess að prófa og ég vona að þið njótið vel.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *