Archives

Instagram @evalaufeykjaran

1. Ég heimsótti Kolbrúnu Pálínu í Höfðingjum heim að sækja. Sumarlegar uppskriftir í hollari kantinum. 2. Ég eldaði með Degi B. Eggertssyni í Höfðingjum heim að sækja. Hann eldaði stórgóða smárétti. Ég mæli með að þið prófið þessar uppskriftir en þið finnið uppskriftinar hér.  3. Nú erum við búin að taka upp alla þættina og við Andri pródúsent fengum okkur ljúffengan ís í tilefni þess. Þetta hefur verið alveg einstaklega ánægjulegur tími og gaman að elda með skemmtilegu fólki  4. Ég á svo yndislega vini sem héldu óvænt babyshower fyrir mig. Veitingarnar voru afskaplega fallegar og gómsætar.  5. Hópmynd í fína veðrinu. Mikið er ég lánsöm að eiga góða og skemmtilega vini.  6. Krúttlegur þvottur á snúrunni á þessu heimili. Styttist í litlu dömuna okkar. …

Ómótstæðilegar súkkulaðibitakökur sem bráðna í munni.

Þegar að kökulöngunin bankar á dyrnar, þá er gott að skella í einfalda uppskrift af súkkulaðibitakökum. Það er eitthvað svo sérstaklega gómsætt við þær. Best er að borða þær nýbakaðar með ískaldri mjólk. Tvenna sem klikkar aldrei. Uppskriftin er frekar stór og gerir rúmlega 30 kökur. Í þetta skiptið frysti ég helmingin af deiginu til þess að geta gripið í og skellt í ofn þegar að góða gesti ber að garði, eða einfaldlega þegar kökulöngunin kallar Ég mæli með að þið prófið þessa uppskrift kæru vinir. Ég þori að veðja á að þið eigið eftir að verða stórhrifin af þessum kökum!  Amerískar súkkulaðibitakökur með litríkum súkkulaðiperlum 2 egg  230 g smjör 400 g sykur  3 tsk vanillusykur 320 g Kornax hveiti 1 tsk lyftiduft salt…

Laugardagsmorgun

Helgarnar eru svo notalegar, ég byrjaði þennan laugardaginn á því að baka dásamlega kanilsnúða. Uppskriftin er hér. Ég er enn í náttfötunum og klukkan að ganga eitt. Svona dagar eru nauðsynlegir, ró og næði. Ætli það sé ekki best að loka tölvunni í bili, koma sér vel fyrir upp í sófa og kíkja í einhverjar bækur. Heimilið ilmar af kanilsnúðum og Elvis minn Presley sér um tónlistina.  Ég vona að þið eigið góða helgi framundan.  xxx Eva Laufey K. Hermannsdóttir

Einfaldleikinn er oftast bestur

Ég er mjög og þá meina ég mjög hrifin af pasta. Ég fæ mér reglulega þennan einfalda og gómsæta pastarétt, að mínu mati er einfaldleikinn sá besti. Ítölsk pastasósa Þessi sósa er svakalega einföld og passar með flestum pastaréttum, ég mæli með að þið prófið ykkur áfram með þessa uppskrift. Ólífuolía 1 meðalstór rauðlaukur 2 – 3 hvítlauksrif, smátt söxuð 1 dós niðursoðnir tómatar 1 msk. Basilíka, smátt söxuð Salt og pipar, magn eftir smekk Smá skvetta af agave sírópi Aðferð: Hitið olíu í potti, steikið rauðlaukinn og hvítlaukinn í smá stund. Bætið tómötum og basilíku saman við og kryddið til með salti og pipar. Smakkið ykkur til og bætið endilega við kryddum sem ykkur þykir góð. Mér finnst gott að setja smá skvettu af…

Bleikar makrónur, kaffi og gott lesefni á sólríkum degi!

Að byrja daginn á því að fara út á svalir með kaffibolla og lesefni í góðu veðri er hrein dásemd. Svona byrjaði minn dagur í dag. Vonandi eru margir sólríkir dagar sem bíða okkar í sumar. Ég trúi nú ekki öðru. Svalirnar okkar eru loksins að taka á sig mynd og sólin skín þar allan daginn.  Ég er búin að hafa það mjög gott yfir helgina, ég átti afmæli á föstudaginn og það hafa verið veisluhöld frá því að ég vaknaði þann daginn. Veisluhöldin halda áfram í dag en hún mamma mín fagnar sínum afmælisdegi í dag. Hún er sú allra besta og við ætlum að eiga huggulegan dag saman í blíðunni.  Ég vona að þið eigið góðan dag kæru vinir. Við heyrumst fljótt aftur!…

Instagram myndaflóð @evalaufeykjaran

1. Eftir viku fara þættirnir mínir ‘Höfðingjar heim að sækja“ í loftið á Stöð 2.  2. Bröns með dásamlegri vinkonu á uppáhalds staðnum, Snaps.  3. Árshátíðarfjör 365. 4. Við Haddi skemmtum okkur konunglega á árshátíðinni með 6 mánaða dömu innanborðs 😉 5. Nú er ég á fullu í tökum fyrir nýju matreiðsluþættina mína. Í þáttunum heimsæki ég skemmtilega Íslendinga og elda með þeim. Það var ótrúlega gaman að elda með Grétu Mjöll söngstjörnu. 6. Ég elska gult og það var allt gult hér heima um páskana.  7. Það er fátt betra en laugardagsmorgnar, þá fær hafragrauturinn pásu og nýbakað bakkelsi kemur í stað hans.  8. Bleik rósakaka.  9. Myndatökur fyrir þáttinn. Ég fór auðvitað í svuntu, haha. 10. Ég heimsótti Hrefnu Sætran ofurkonu og fékk…

Páskabröns

Mér þykir einstaklega gaman að fá fólkið mitt í mat, þessar stundur eru mér svo mikilvægar. Sér í lagi vegna þess að fjölskyldan mín býr erlendis. Þau eru heima um páskana og þá var auðvitað ekkert annað í stöðunni en að baka kökur og bjóða heim í páskaboð.   Litlar Amerískar pönnukökur með jarðarberjum og súkkulaði  1 egg  5 dl hveiti  3 tsk lyftiduft  1/2 tsk salt  1 tsk vanillusykur  3 msk smjör (brætt) 2 1/2 dl mjólk 2 dl ab mjólk (súrmjólk)  Aðferð: Sigtið saman hveiti, lyftiduft og salt í skál. Blandið vel saman og bætið vanillu saman við.  Bræðið smjörið, leggið til hliðar og kælið.  Pískið eggið og blandið mjólkinni saman við.  Hellið eggjablöndunni saman við hveitiblönduna, bætið smjörinu og ab mjólkinni saman við…

Páskasteikin – Nautalundir með Hasselback kartöflum og piparostasósu

Þessi uppskrift miðast við fjóra til fimm. Það er fátt sem jafnast á við góða steik og gott meðlæti. Þessar nautalundir eru mjög bragðgóðar og safaríkar. Nautalundirnar 1 kg nautalund, skorin í fjóra jafnstóra bita svartur pipar og gróft  sjávarsalt  4-5 msk smjör Hasselback kartöflur 4 stórar kartöflur 50 g smjör  2 msk ólífuolía maldon salt og pipar fersk steinselja Piparostasósa 1 peli rjómi  ½ piparostur ½ kjúklingakraftsteningur Ferskt salat með  smjörsteiktum perum 1 msk smjör  2 perur 1 poki klettasalat  1 tsk góð ólífuolía  1 tsk balsamikedik salt og nýmalaður pipar fetaostur, magn eftir smekk Nautalundir Bræðið smjörið á pönnu. Kryddið nautalundina með salti og pipar  og brúnið vel á öllum hliðum. Setjið hana í eldfast mót og steikið  við 140°C í 15-20 mínútur. Látið…

LEVEL

Ég keypti mér svo fallegt fléttað hárband hjá vinkonu minni sem rekur verslunina LEVEL. Elísabet Maren er voðalega hæfileikarík og hönnunin hennar mjög falleg.  Fléttuð hárbönd eru mjög vinsæl um þessar mundir og það er hægt að fá böndin í allskyns litum. Ég á pottþétt eftir að kaupa mér fleiri því það er svo einfalt að vera með hárið fínt ef maður er með svona fínt hárband. Ég væri til í blátt eða grænt, já svei mér þá. Ég þarf að gera mér aðra ferð til hennar Lísu fljótlega. Þið finnið LEVEL hér á facebook. Í gær fór ég í fermingu, þá var auðvitað tilefni til þess að fara í kjól og nota fína hárbandið. Það er líka agalega gaman að punta sig þegar maður…

1 13 14 15 16 17 80