Einfaldleikinn er oftast bestur

Ég er mjög og þá meina ég mjög hrifin af pasta. Ég
fæ mér reglulega þennan einfalda og gómsæta pastarétt, að mínu mati er
einfaldleikinn sá besti.
Ítölsk pastasósa
Þessi sósa er svakalega einföld og passar með flestum pastaréttum, ég mæli
með að þið prófið ykkur áfram með þessa uppskrift.

Ólífuolía
  • 1 meðalstór rauðlaukur
  • 2 – 3 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 1 dós niðursoðnir tómatar
  • 1 msk. Basilíka, smátt söxuð
  • Salt og pipar, magn eftir smekk
  • Smá skvetta af agave sírópi

Aðferð: Hitið olíu í potti, steikið rauðlaukinn og
hvítlaukinn í smá stund. Bætið tómötum og basilíku saman við og kryddið til með
salti og pipar. Smakkið ykkur til og bætið endilega við kryddum sem ykkur þykir
góð. Mér finnst gott að setja smá skvettu af agave sírópi í lokin, bara rétt
aðeins. Ég læt sósuna í matvinnsluvél en það er ekki nauðsynlegt.

Sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum
og berið fram með sósunni, rifnum osti og stráið ferskri basilíku yfir.
Ótrúlega einfalt og gómsætt. 
xxx
Eva Laufey K. Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *