Instagram myndaflóð @evalaufeykjaran

1. Eftir viku fara þættirnir mínir ‘Höfðingjar heim að sækja“ í loftið á Stöð 2. 
2. Bröns með dásamlegri vinkonu á uppáhalds staðnum, Snaps. 
3. Árshátíðarfjör 365.
4. Við Haddi skemmtum okkur konunglega á árshátíðinni með 6 mánaða dömu innanborðs 😉

5. Nú er ég á fullu í tökum fyrir nýju matreiðsluþættina mína. Í þáttunum heimsæki ég skemmtilega Íslendinga og elda með þeim. Það var ótrúlega gaman að elda með Grétu Mjöll söngstjörnu.
6. Ég elska gult og það var allt gult hér heima um páskana. 

7. Það er fátt betra en laugardagsmorgnar, þá fær hafragrauturinn pásu og nýbakað bakkelsi kemur í stað hans. 
8. Bleik rósakaka. 

9. Myndatökur fyrir þáttinn. Ég fór auðvitað í svuntu, haha.
10. Ég heimsótti Hrefnu Sætran ofurkonu og fékk að elda með henni dásamlegan mat. 
 11. Súkkulaði og meira súkkulaði, þessar pönnukökur voru ansi góðar. 
12. Í gær þá lá ég í rúminu mjög lengi, drakk kaffi og borðaði súkkulaði. Það var ljúft en nú er ég komin með nóg af súkkulaði í bili (já það er hægt). Ég er búin að hafa það mjööög gott um páskana. 
Ykkur er meira en velkomið að fylgjast með mér á Instagram. 
xxx
Eva Laufey K. Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *