Archives

Sunnudagsbaksturinn

Á sunnudögum er tilvalið að baka eitthvað gott og bjóða fjölskyldu og vinum í kaffi. Ég tók saman nokkrar uppskriftir sem eiga það sameiginlegt að vera ljúffengar. Sjálf ætla ég að baka og fá mitt fólk í kaffi. Það er fátt notalegra. Ég vona að þið eigið góðan sunnudag framundan.   Amerískar súkkulaðibitakökur. Þessar þurfa allir að prófa. Uppskrift hér.  Oreo bollakökurnar dásamlegu. Uppskrift hér.  Kanilsnúðar eru alltaf klassískir og alltaf jafn góðir. Uppskriftin er hér. Ef ykkur langar í gómsæta hnallþóru þá er þessi án efa málið, súkkulaðibomban góða. Uppskrift hér. Bananakaka með rjómaostakremi og ristuðum pekanhnetum. Uppskrift hér.  Þessi vanilluskyrkaka með hvítu súkkulaði er alltaf í miklu eftirlæti hjá mér. Uppskrift hér. xxx Eva Laufey K. Hermannsdóttir

Að velja bestu jólasmákökuna….

Ég var svo heppin að vera dómari í smákökusamkeppni Kornax og Gestgjafans sem haldin var í október síðastliðinn. Það bárust 160 uppskriftir og sýnishorn af þeim til keppninnar. Það var ekki auðvelt að velja fyrstu sætin því það voru svo margar ljúffengar kökur. Ég er mjög ánægð með kökurnar sem eru í efstu sætunum og ég mæli með að þið nælið ykkur í glæsilegt kökublað Gestgjafans og prófið þessar uppskriftir.  Nú er sko tími til að prófa nýjar sortir og byrja að baka.  Ég er byrjuð að baka fyrir jólin, er búin að baka þrjár sortir og hlakka til að deila með ykkur uppskriftum að ljúffengum jólasmákökum á næstu dögum. Þessi rjómaostakaka sem þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan er án efa uppáhalds kakan…

Kósí kvöld

Það er fátt sem jafnast á við kósí kvöld með fjölskyldunni. Dagskrá kvöldsins inniheldur sushi og sjónvarpsgláp. Ég hlakka alltaf til að horfa á Stelpurnar á Stöð 2 á laugardagskvöldum, mér finnst þær alveg frábærar. Svo er ég dottin inn í Homeland, ég er nýbyrjuð að horfa á þessa þætti og það er algjör snilld að geta horft á þá á frelsinu. Mæli með þeim ef ykkur vantar þætti til að horfa á.  Ég vona að þið eigið gott kvöld kæru lesendur.  xxx Eva Laufey K. Hermannsdóttir

Hollustubröns

Ég elska að fá fjölskyldu og vini í bröns um helgar, það er eitthvað svo notalegt að hefja daginn með girnilegum veitingum í góðum félagsskap. Ég útbjó þennan bröns fyrir þáttinn Meistaramánuð sem sýndur er á Stöð 2 á þriðjudögum. Sumir óttast að ekki sé hægt að skipta óhollari mat út fyrir hollari. Það þarf þó ekki að vera þannig. Hægt er að bjóða upp á hlaðborð með gómsætum og hollum kræsingum. Þetta er bröns að mínu skapi, þó mér þyki beikon og steikt egg góð þá líður mér ekkert alltof vel eftir slíka máltíð. Mér verður hálf flökurt það sem eftir lifir dags og það er nú varla þess virði.  Hér getið þið séð klippu úr þættinum. Ég mæli með að þið prófið þessar…

Út að hlaupa….

Það er ekki annað hægt en að vera glaður með þetta dásamlega haustveður, ég vona auðvitað eins og við öll að við fáum fleiri svona góða daga. Ég tók þessa mynd í gærkvöldi þegar ég var úti að hlaupa, ég varð að stoppa til að njóta fegurðarinnar. Ég hljóp fimm kílómetra í fyrsta skipti í langan tíma. Þetta verð ég að telja svolitla framför þar sem ég fór yfir á hraða skjaldböku fyrir mánuði síðan. Nú get ég hlaupið nokkra kílómetra sem er dásamlegt. Það er einmitt þetta sem ég elska við hlaup, maður bætir sig svo fljótt og vellíðan er svo góð eftir hlaupið. Hreyfing er mér nauðsynleg, hún bætir orkuna mína og mér líður miklu betur þegar ég er búin að hreyfa mig,…

Prinsessuhornið

Mér finnst mjög gaman að dúllast í horninu hennar Ingibjargar Rósu. Ég var að vísu búin að hengja upp kjóla og skreyta hornið hennar þegar hún var enn í bumbunni. Þó hún hafi ekki vit á þessu blessunin þá er voða gaman að gera fínt í kringum hana. Hér eru nokkrar myndir af horninu hennar.  Vinkona mín hún Emilía Ottesen tók þessar fallegu myndir af henni þegar hún var tveggja vikna.   Kjólarnir hennar eru veggjaskrautið. Ég keypti þessi fallegu box í Söstrene Grene.  Systir ömmu minnar gerði þessa fallegu skó handa henni. Þeir eru algjört listaverk.   Þessir litlu fallegu kjólar eru að sjálfsögðu ekki inn í skáp. Of fallegir til þess. Hún er búin að fá svo marga fína kjóla í gjöf og ég hlakka…

Instagram @evalaufeykjaran

Ég er dugleg að taka myndir og ég deili svolítið mörgum myndum á Instagram. Af öllum þessum ‘öppum’ þá er Instagram í uppáhaldi hjá mér. Það er ansi langt síðan að ég deildi nokkrum myndum af Instagram hér á blogginu, svo hér koma nokkrar.  1. Á myndinni er ég gengin akkúrat 40 vikur og var meira en tilbúin að fá stelpuna okkar i heiminn. (hún kom sex dögum síðar) 2. Fyrsti göngutúrinn. Ótrúlega gaman að fara aðeins út, við Haddi vorum ferlega montin á göngu. 3. Bakað fyrir skírn. Allt bleikt, auðvitað. 4. Fallega litla Ingibjörg Rósa. Hún stækkar svo fljótt!  5. Ég og Elísa Guðrún vinkona mín í brúðkaupi hjá Emilíu vinkonu okkar.  6. Systir mín hún Maren Rós. Hún eignaðist sinn fjórða dreng…

Vinningshafar… Matargleði Evu

Ég er búin að draga út fimm lesendur sem fá bókina mína Matargleði Evu senda heim. Það voru tæplega 1500 sem tóku þátt í þessum gjafaleik og það gleður hjarta mitt mjög mikið að svo margir hafa áhuga á bókinni minni. Auðvitað væri gaman að geta gefið ykkur öllum en það er nú ekki svo gott.  Ég bendi áhugasömum á vefsíðu Sölku, þið getið keypt bókina þar.  Hér fyrir neðan eru nöfnin á þeim lesendum sem fá bókina.  Stefanía Hrund Guðmundsdóttir Erla María Árnadóttir Rebekka Líf Karlsdóttir Anna Lilja Flosadóttir  Heiður Hallfreðsdóttir   Takk fyrir að taka þátt kæru lesendur.  xxx Eva Laufey K. Hermannsdóttir

1 11 12 13 14 15 80