Instagram @evalaufeykjaran

Ég er dugleg að taka myndir og ég deili svolítið mörgum myndum á Instagram. Af öllum þessum ‘öppum’ þá er Instagram í uppáhaldi hjá mér. Það er ansi langt síðan að ég deildi nokkrum myndum af Instagram hér á blogginu, svo hér koma nokkrar. 
1. Á myndinni er ég gengin akkúrat 40 vikur og var meira en tilbúin að fá stelpuna okkar i heiminn. (hún kom sex dögum síðar)
2. Fyrsti göngutúrinn. Ótrúlega gaman að fara aðeins út, við Haddi vorum ferlega montin á göngu.

3. Bakað fyrir skírn. Allt bleikt, auðvitað.
4. Fallega litla Ingibjörg Rósa. Hún stækkar svo fljótt!

 5. Ég og Elísa Guðrún vinkona mín í brúðkaupi hjá Emilíu vinkonu okkar. 
6. Systir mín hún Maren Rós. Hún eignaðist sinn fjórða dreng viku eftir að Ingibjörg fæddist. Þvílík barnalukka í fjölskyldunni þetta sumarið! Hér eru þær frænkur að knúsast á kaffihúsi. 

7. Sunnudagsmæðgur .
8. Kvöddum yndislega vin okkar hann Stefán Jóhann. Hann býr í New York sem er alveg agalegt, söknuðurinn er mikill.

9. Ég fór með vinkonum mínum á Justin Timberlake. ÓTRÚLEGA gaman. Það var sérlega skrítið að fara út heila kvöldstund frá lillunni minni en það var mjög gaman að fara aðeins út. 
10. Það er heimsins best að vakna með þessum stuðbolta. 
11. Ég byrjaði á dansnámskeiði, það er eiginlega fáránlega gaman. Hér má sjá mynd af okkur systrum, erum mjög liðugar! 
12. Lúxus hádegisverður. 

13, Hollur og góður bröns. Birta heimsótti mig einn morguninn en Birta stýrir þættinum Meistaramánuður á Stöð 2. Afar skemmtilegur og hvetjandi þáttur sem ég mæli með að þið fylgist með í október. Ég kem svo til með að deila uppskriftum sem verða í þættinum hér á blogginu. Ljúffengar pönnukökur, grænt boozt, heimalagað múslí og meira til. Allt saman hollt og gott. 
14. Ingibjörg Rósa stækkar og stækkar, hún er það besta sem ég á. 
xxx
Eva Laufey K. Hermannsdóttir 

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *