*Unnið í samstarfi við Ásbjörn Ólafsson ca. 14-16 tartalettur Hráefni: Tartalettuskeljar frá Humlum 1 rauð paprika 1 camembert 1 mexíkó ostur 1 hvítlauksostur 500 ml rjómi Góð sulta Aðferð: Hitið olíu í potti og steikið paprikuna í smá stund eða þar til hún er mjúk í gegn. Rífið niður ostinn eða skerið smátt, setjið í pott ásamt rjóma og bræðið við vægan hita. Leyfið ostablöndunni að malla í smá stund eða þar til hún fer að þykkna. Setjið tartalettuskeljar á pappírsklædda ofnplötu, skiptið ostablöndunni jafnt í formin og inn í ofn við 200°C í 10 – 15 mínútur. Leyfið tartalettunum að standa aðeins og kólna áður en þið berið þær fram með ljúffengri sultu. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir