Archives

Marengskaka með daimkremi og ferskum hindberjum

Ég deildi nokkrum uppskriftum í Nýju Lífi fyrir jólin þ.á m. uppskrift að marengsköku sem fær mig alltaf til að brosa. Já, brosa.. ég elska góðar marengskökur og þær eru svo einfaldar sem er alltaf plús. Ég geri yfirleitt botninn kvöldinu áður og leyfi botninum að kólna yfir nótt, svo skelli ég góðu rjómakremi yfir og skreyti fallega. Einfaldara verður það varla! Það er upplagt fyrir ykkur sem eruð að gera jólaísinn og notið eflaust bara rauðurnar að geyma eggjahvíturnar og búa til marengs til að eiga um jólin, það eru allir svo hrifnir af marengskökum og gott að eiga nokkra botna í frystinum.   Marengshreiður með súkkulaðirjóma og ferskum berjum Botn: 6 eggjahvítur 150 g sykur 150 g púðursykur 1 tsk mataredik 1 tsk…

Ísterta með After Eight súkkulaði

  Í vikunni kom út hátíðarbæklingur Hagkaups og þar má finna ljúffengar uppskriftir fyrir jólin. Kalkúnn, önd, nautakjöt og miklu meira í fallegu blaði sem þið getið skoðað hér.  Ég er að minnsta kosti búin að velja nokkra rétti sem mig langar að prófa núna um jólin en ég er til dæmis ein af þeim sem er aldrei með það sama á aðfangadag og nýt þess að prófa eitthvað nýtt og gott. Í blaðinu má finna nokkrar uppskriftir eftir mig, þar á meðal after eight ísterta sem fangar bæði augað og leikur við bragðlaukana. Ég elska þessa tertu og hlakka til að bjóða fjölskyldunni upp á hana um jólin. Tilvalin sem eftirréttur eða þá með kaffinu yfir hátíðarnar <3 After eight ísterta Botnar • 4 eggjahvítur •…

Bestu smákökur ársins á einum stað

Smákökusamkeppni KORNAX hefur verið haldin í aðdraganda jólanna undanfarin ár og ég hef verið svo heppin að fá að dæma í keppninni síðastliðin tvö ár.  Í keppninni keppa áhugabakarar um besta jóla smákökuna og það er hreint ótrúlegt hvað það eru margar ómótstæðilegar kökur í keppninni, það er ekki auðvelt að dæma í keppni sem þessari skal ég ykkur segja. Ég fékk leyfi til þess að birta nokkrar uppskriftir sem ég mæli með að þið prófið, ég er sífellt að leita að góðum smáköku uppskriftum fyrir jólin og hér eru þrjár uppskriftir sem stóðu upp úr í smákökukeppninni í ár og því tilvalið að baka þær fyrir jólin og njóta.   1.sæti:  Steinakökur. Höf: Andrea Ida Jónsdóttir   2. sæti: Pipplingar. Höf: Ástrós Guðjónsdóttir  3.sæti:…

Ljúffengar súkkulaðibitakökur með pekanhnetum

Gleðilega aðra aðventu kæru lesendur. Mikið vona ég að helgin ykkar hafi verið uppfull af notalegheitum með fjölskyldu og vinum. Ég hef lítið sinnt blogginu að undanförnu en ég er búin að vera í prófum og lítill tími gefist fyrir bakstur og eldamennsku. En nú verð ég dugleg að setja inn jólalegar uppskriftir fyrir ykkur. Í gær bakaði ég til dæmis þessar ofur góðu smákökur með súkkulaði- og pekanhnetum, ég er svakalega mikið fyrir hnetur en þið getið auðvitað skipt þeim út fyrir meira súkkulaði ef þið eruð ekki jafn hrifin af hnetum og ég.  Uppskriftin er frekar stór og notaði ég einungis 1/4 af deiginu, ég frysti rest og get þá alltaf skorið það deig í bita og skellt inn í ofn þegar kökulöngunin…

Eggja- og beikonskálar sem allir elska

  Um helgar er tilvalið að nostra svolítið við morgunmatinn og í morgun útbjó ég þessar einföldu og gómsætu eggja- og beikonskálar. Ég mun pottþétt bera þessi egg fram í næsta brönsboði en þau er ótrúlega góð, maður fær allt í einum bita. Stökkt beikon, stökkt brauð og silkimjúkt egg. Ef þið eigið ferskar kryddjurtir er tilvalið að nota þær með og ég átti ferskt timían sem ég sett ofan á eggja- og beikonskálarnar mínar. Það mætti segja að þetta væri lúxus byrjun á deginum og ég mæli svo sannarlega með að þið prófið. Himneskar eggja- og beikonskálar. Uppskriftin miðast á við fjóra manns en það er ekki óvitlaust að tvöfalda skammtinn enda er þessi uppskrift mjög góð og ekki ólíklegt að fólk vilji tvær…

Brauðið sem allir elska

Það kannast flestir við þetta brauð en það kallast pottabrauð og er án efa einfaldasta brauð í heimi. Í gærkvöldi áður en ég fór að sofa blandaði ég nokkrum hráefnum saman og leyfði deiginu að lyfta sér yfir nótt, í morgun þurfti ég eingöngu að hnoða það örlítið og skella því inn í ofn. Ég hef áður deilt uppskriftinni með ykkur en mig langaði að deila henni enn og aftur. Ég bætti fersku rósmaríni og hvítlauk saman við deigið að þessu sinni og það kom afar vel út. Það er mikilvægt að nota steypujárnspott þegar þið bakið þetta brauð, útkoman verður ekki sú sama í öðrum formum. Ef þið eigið ekki steypujárnspott þá er tilvalið að skella honum á óskalista fyrir jólin, bestu pottarnir sem…

Mjúk súkkulaðikaka með fljótandi karamellusósu

Í gærkvöldi fór fram landssöfnun Samhjálpar til uppbyggingar á meðferðarheimilis í Hlaðgerðarkoti. Söfnunin gekk frábærlega og við söfnuðum rúmlega 80 milljónum sem er algjörlega frábært, það var svo gaman að fá að taka þátt í söfnuninni en við Ásgeir Erlendsson vorum í símaverinu með fullt af skemmtilegu fólki. Ég var svo sátt og sæl þegar ég vaknaði í morgun að ég varð að baka eina gómsæta köku. Mig langaði auðvitað í súkkulaðiköku og ég átti til ljúffenga karamellusósu sem passaði fullkomnlega með súkkulaðinu. Úr varð sænsk kladdkaka með þykkri karamellusósu. Þið ættuð að skella í þessa köku sem allra fyrst, lofa að þið eigið eftir að elska þessa. Mjúk súkkulaðikaka með fljótandi karamellusósu 150 g smjör 2 Brúnegg 2 dl sykur 3 dl Kornax hveiti…

Jólamúslí með grísku jógúrti og hindberjum

Sæl verið þið kæru lesendur, þennan morguninn langar mig að deila með ykkur uppskrift að ómótstæðilegum morgunmat já eða millimáli… reyndar má líka bjóða upp á hann sem hollari eftirrétt. Ó jæja, semsagt möguleikarnir eru margir og þið ættuð svo sannarlega að prófa að útbúa þetta heimalagaða múslí með örlitlum jólakeim. Fyrr í vikunni bakaði ég nokkrar jólakökur og það var svo notalegt, ég er að segja ykkur það. Það má alveg byrja þennan jólabakstur og njóta hans fram í desember. Þið getið að minnsta kosti byrjað á þessu kanil- og engifermúslí sem er alveg frábært með grísku jógúrti og ferskum berjum t.d. hindberjum. Það er líka gott að eiga múslíið í krukku á eldhúsborðinu en þá er svo auðvelt að grípa í smá og…

Besta skyrkakan

Í vikunni kom nýtt skyr á markað með súkkulaðibitum og það gladdi mig einstaklega mikið. Ég ákvað að útbúa ljúffenga súkkulaðiskyrköku sem er ótrúlega góð og ég þori að veðja að þið eigið eftir að gera hana aftur og aftur. Skyrkökur eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér eins og ég hef svo oft komið að hér á blogginu og ég verð að segja að þessi hér er sú besta já sú besta. Skyr, rjómi og súkkulaði…. sannkölluð sæla. Súkkulaðiskyrkaka með stökkum botni Botn 200 g Digestive kexkökur 150 g brætt smjör   Aðferð: Bræðið smjör, myljið kexið og blandið því vel saman. Þrýstið kexblöndunni í form. (Ég notaði hringlaga smelluform 20×20) Mér finnst langbest að nota smelluform eða lausbotna form þegar ég er að gera…

Ofnbakaðar brauðsnittur í einum grænum

  Ég fékk vinkonur mínar í sunnudagskaffi um daginn og ákvað að gera nokkrar snittur, mér finnst nefnilega mikilvægt að hafa eitthvað brauðmeti á boðstólnum og þá sérstaklega ofnbakað. Með öllum sætu kökunum þarf að vera brauðbiti inn á milli, til að jafna þetta út. Ég elska góða osta og ákvað að gera einfaldar brauðsnittur með Dala Koll og mangó chutney. Snitturnar kláruðust og ég á eftir að gera þessar oftar en einu sinni í viðbót. Mig langar líka að búa til mitt eigið mangó chutney í bráð, en það fær að bíða aðeins til betri tíma og auðvitað fáið þið að fylgjast með því þegar ég ræðst í það verkefni. Ofnbakaðar brauðsnittur með hvítmygluosti og mangó chutney   1 snittubrauð Dala kollur Mangó chutney…

1 10 11 12 13 14 18