Archives

Súkkulaðibollakökur með páskakremi

  Súkkulaðibollakaka með hvítu súkkulaðismjörkremi er alltaf góð hugmynd og sérstaklega um páskana. Ég verð að viðurkenna að ég er ekkert rosalega mikið fyrir páskaegg, ég vil heldur baka eitthvað gott og njóta þess. Ekki að ég stelist ekki í páskeggin hjá fjölskyldumeðlimum, það er önnur saga. Súkkulaðibollakökur með súkkulaðibitum og nóg af kremi er fullkomið á páskadag og ég mæli með að þið prófið þessar, þær eru mjög einfaldar og ég elska hvað maður er fljótur að baka bollakökur. Við erum búin að hafa það ótrúlega gott undanfarna daga, erum í sveitinni og ætlum svo í dag upp á Akranes að hitta fjölskylduna okkar þar. Göngutúrar, lestur, leti, sund, góður matur og félagsskapur einkennir þessa helgi og mikið elska ég það. Ég vona að…

Súkkulaðikaka með Frosting kremi

Súkkulaðibotnar 3 bollar hveiti (Amerísk mæling, 1 bolli = 2,4 dl) 2 bollar sykur 3 egg 2 bollar AB mjólk 1 bolli bragðdauf olía 5 msk kakó 2 tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi 2 tsk vanilludropar eða sykur Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman í skál, hrærið í nokkrar mínútur eða þar til deigið verður slétt og fínt. Hellið deiginu í smurð bökunarform og bakið við 180°C í 25 – 30 mínútur. Það er gott ráð að stinga hníf í kökuna eftir 25 mínútur og ef hnífurinn kemur hreinn upp úr er kakan klár en annars þarf hún lengri tíma. Ofnar eru auðvitað eins misjafnir eins og þeir eru margir. Það er mikilvægt að leyfa kökunni að kólna alveg áður en hún er skreytt með kreminu.  …

Æðislegar súkkulaði- og lakkrísbollakökur.

    Í gærkvöldi var mér boðið í ævintýralega lakkrísveislu á Kolabrautinni. Réttirnir voru fimm talsins og innihéldu allir lakkrís frá heimsþekkta fyrirtækinu Lakrids By Johan Bülow. Eftir þessa veislu og gott spjall við Johan er ég enn hrifnari af lakkrísnum hans og ákvað strax í morgun að hefja þennan sunnudaginn á súkkulaðibakstri með góðum lakkrís.  Það tekur enga stund að baka kökurnar og lakkrísinn setur punktinn yfir i-ið en súkkulaði og lakkrís fara mjög vel saman, vægt til orða tekið. Nú ætla ég hins vegar að hætta þessu blaðri og deila uppskriftinn með ykkur, ég mæli með að þið prófið hana… strax í dag 🙂 Súkkulaði- og lakkrísbollakökur Súkkulaðideig: 3 bollar Kornax hveiti (Amerísk mæling, 1 bolli = 2,4 dl) 2 bollar sykur 2 bollar AB…

Brjálæðislega góð Oreo ostakökubrownie

Á sunnudögum er tilvalið að gera vel sig og baka góða köku, eins og þið hafið eflaust tekið eftir hér á blogginu þá leiðist mér ekki að baka og mig langar að deila með ykkur uppskrift að ómótstæðilegri köku sem ég bakaði um síðustu helgi. Hún er algjört sælgæti og ég á eftir að baka hana mjög oft. Ég elska súkkulaðikökur og ég elska ostakökur, sú ást minnkaði ekkert þegar þeim er blandan saman í eina köku sem ég þori að veðja að þið eigið eftir að elska. Nú er um að gera að hendast út í búð eftir nokkrum hráefnum og baka Oreo ostaköku fyrir fjölskylduna á þessum fína sunnudegi.   Oreo ostakökubrownies Brownies uppskrift: 150 g smjör 250 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði 200…

Skyramisú

  Flest þekkjum við ítalska eftirréttinn ,Tíramisú’ og er hann einn af vinælustu eftirréttum heims. Ég ákvað að skipta út rjómaostinum út fyrir vanilluskyr og útkoman var stórkostleg. Ég elska, elska þennan eftirrétt og hvet ykkur til þess að prófa hann. Mjög einfaldur og inniheldur rjóma, súkkulaði, skyr og kaffi, semsagt veisla fyrir bragðlaukana og fullkomið eftir góða máltíð. Skyramísú 2 egg 50 g sykur 500 g vanilluskyr 250 ml rjómi, þeyttur 1 tsk. Vanilla extract eða vanillusykur 200 g kökufingur (Lady fingers kex) 6-7 dl sterkt uppáhellt kaffi Gott kakó, magn eftir smekk Súkkulaði, smátt saxað   Aðferð: Stífþeytið egg og sykur saman þar til þykk froða myndast. Blandið skyrinu við eggjablönduna og hrærið vel. Bætið vanillunni og rjómanum (þeyttur) varlega saman við með sleif….

Kanilkaka sem ég fæ ekki nóg af

  Við fjölskyldan erum í góðu yfirlæti á Hvolsvelli og njótum þess að liggja í leti. Eitt af því sem mér þykir skemmtilegast er að baka góða köku á sunnudögum – að vísu finnst mér gaman að baka alla daga en það veitir mér enn meiri ánægju á sunnudögum og ekki veit ég afhverju það er. Í morgun ákvað ég baka ljúffenga kanilköku eða ‘monkey bread’ eins og kakan heitir á ensku. Ég hef legið yfir myndum og uppskriftum að þessari köku í langan tíma en hún er vægast sagt girnileg og mamma mía hvað hún er góð! Kanilsnúðar og kökur eiga vel við sunnudaga einhverra hluta vegna, heimilið verður svo hlýlegt með góðum kanilkeim. Eitt af því góða við þessa uppskrift er að þið…

Súper einfaldar bláberjabollakökur

Í þætti kvöldsins lagði ég sérstaka áherslu á brönsrétti og bakaði meðal annars þessar súper einföldu og bragðgóðu bláberjabollakökur. Það tekur enga stund að skella í þessar og þær eru algjört æði með morgunkaffinu. Þið getið bæði notað fersk eða frosin ber, það skiptir ekki öllu máli. Bláberjabollakökur af einföldustu gerð 12 – 14 bollakökur 8 msk smjör, brætt 150 ml mjólk 2 egg 300 g hveiti 120 g sykur 1 tsk vanilla 2 tsk lyftiduft 2 – 2 ½ bolli bláber, fersk eða frosin Haframjölsmulningur 50 g hveiti 35 g smjör 25 g haframjöl 30 g púðursykur   Aðferð: Setjið allt saman í skál og blandið þessu vel saman með höndunum, þar til þetta verður að fíngerðu deigi Bollakökudeigið: Aðferð: Stillið ofninn í 180°C….

Egg Benedict – vinsælasti brönsréttur í heimi

Þáttur kvöldsins var tileinkaður djúsí brönsréttur og ég varð auðvitað að gera einn af vinsælustu brönsréttum í heimi, egg Benedict. Fyrir mér er hann algjörlega fullkominn, sameinar allt sem mér þykir gott. Brauð, góð skinka, egg og ljúffeng sósa. Ég mæli svo sannarlega með að þið prófið þennan rétt um helgina og ég þori að lofa að þið eigið eftir að njóta vel. Egg Benedict 4 egg 2 L vatn 1 tsk. edik (má sleppa) Salt 6 sneiðar af góðri hráskinku Tvær þykkar sneiðar af grófu brauði (ég notaði gróft súrdeigsbrauð) Spínat steikt upp úr smjöri, magn eftir smekk 3 – 4 msk. Hollandaise sósa (sjá uppskrift fyrir neðan) Salt og nýmalaður pipar Smátt söxuð steinselja Basilíka, eftir smekk   Aðferð: Það er best að byrja…

Skúffukakan sem allir elska

Þetta er litli gríslingurinn minn á öskudaginn, hún Ingibjörg Rósa var svo dásamleg í þessum kjól með þessi krúttlegu eyru að mamman átti ekki orð. Þessa dagana eru grísir í miklu uppáhaldi og búningurinn vakti mikla lukku hjá dömunni minni. Hún er orðin eins og hálfs árs og gleður alla í kringum sig á hverjum degi, við Haddi erum einstaklega heppin. Á morgun byrjar hún svo í leikskóla sem verður ekkert smá skemmtilegt, að vísu finnst mér tíminn alltof fljótur að líða og ég finn að maður þarf svo sannarlega að njóta stundarinnar núna. Að því sögðu langar mig að deila með ykkur uppskrift að æðislegri súkkulaðiköku sem allir elska, einföld skúffukaka sem tekur enga stund að búa til og tilvalið að baka í dag…

Vatnsdeigsbollur úr Matargleði Evu

Í síðasta þætti var sérstakt bolluþema í Matargleðinni og að sjálfsögðu voru vatnsdeigsbollur með rjómafyllingu á boðstólnum. Ég elska þessar bollur og borða óhóflega mikið af þeim á bolludaginn, en ég meina hann kemur nú bara einu sinni á ári. Því ekki að taka forskot á sæluna um helgina og baka þessar ljúffengu bollur kæru vinir?   Vatnsdeigsbollur 10 – 12 bollur 100 g smjör 2 dl vatn 2 msk sykur 110 g hveiti 3 stór egg Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. (blástur) Hitið vatn, smjör og sykur saman í potti og látið suðuna koma upp. (gott er að láta vatn, sykur og smjör sjóða vel saman í 2 – 3 mínútur áður en hveitið er sett út í. Setjið hveiti út í, hrærið saman…

1 8 9 10 11 12 18