Súkkulaðibollakaka með hvítu súkkulaðismjörkremi er alltaf góð hugmynd og sérstaklega um páskana. Ég verð að viðurkenna að ég er ekkert rosalega mikið fyrir páskaegg, ég vil heldur baka eitthvað gott og njóta þess. Ekki að ég stelist ekki í páskeggin hjá fjölskyldumeðlimum, það er önnur saga. Súkkulaðibollakökur með súkkulaðibitum og nóg af kremi er fullkomið á páskadag og ég mæli með að þið prófið þessar, þær eru mjög einfaldar og ég elska hvað maður er fljótur að baka bollakökur. Við erum búin að hafa það ótrúlega gott undanfarna daga, erum í sveitinni og ætlum svo í dag upp á Akranes að hitta fjölskylduna okkar þar. Göngutúrar, lestur, leti, sund, góður matur og félagsskapur einkennir þessa helgi og mikið elska ég það. Ég vona að…