Archives

Sænskir kanilsnúðar með kardimommum

Sænskir kanilsnúðar eru vinsælir víða um heim og það er ekki að ástæðulausu, þeir eru virkilega bragðgóðir og mjúkir. Mér finnst þeir bestir nýbakaðir með ísköldu mjólkurglasi. Fullkomið á köldum vetrardögum. Sænskir kanilsnúðar 2 3/4 dl  volgt vatn 2 1/2 tsk þurrger 650 – 750 g hveiti 4 msk sykur 1/2 tsk salt 2 tsk kardimommuduft 1 3/4 dl mjólk, volg 75 g smjör, við stofuhita (verður að vera mjög mjúkt) Fylling: 100 g smjör 50 g púðursykur 2 tsk kanill 2 msk sykur 1 tsk kardimommuduft Ofan á: 1 egg perlusykur Aðferð: Fyrsta skrefið er að vekja þurrgerið í volgu vatni með 1 msk af sykri eða hunangi.  Blandið þessum hráefnum saman í skál og leggið viskastykki yfir skálina. Þetta ferli tekur um 5…

Bestu kanilsnúðarnir með súkkulaðiglassúr

 Alþjóðlegi kanilsnúðadagurinn er í dag, hvorki meira né minna! Því ber að fagna. Ég bakaði þessa snúða í morgun og vorum við fjölskyldan voða ánægð með þá, Ingibjörg Rósa er lasin og fékk aðeins að smakka. Henni fannst það ekkert mjög leiðinlegt að fá smá smakk, mömmuhjartað verður alltaf svo viðkvæmt þegar hún er veik og brosin hennar eru best. Kanilsnúðalyktin gerir heimilið líka svo huggulegt og nú er ég að læra undir lokapróf sem er á morgun og ég er ekki frá því að lyktin hjálpi til í lærdómnum, ég fæ mér líka einn og einn snúð eftir glósulestur… það má, ég er löngu hætt að telja snúðana sem ég er búin að borða í dag;) Mæli með að þið prófið þessa og þetta…

Bráðhollt hrökkbrauð með fræjum og sjávarsalti

Ég ætla að byrja með þá hefð að setja inn uppskriftir að morgunmat eða millimáli á mánudögum, flest erum við nefnilega að leita að hollari útgáfum að morgunmat á virkum dögum og því tilvalið að byrja vikuna á hollum og góðum uppskriftum. Að þessu sinni ætla ég að deila með ykkur uppskrift að einföldu og bráðhollu hrökkbrauði sem mér finnst algjört sælgæti. Þið getið notað hvaða fræ sem þið viljið og eigið til heima fyrir, ég nota bara það sem ég á til hverju sinni. Þið sem fylgið mér á Snapchat getið séð hvernig ég útbý uppskriftir en í morgun sýndi ég hvernig þetta hrökkbrauð er búið til, einfalt ekki satt? Ég heiti einfaldlega evalaufeykjaran á Snapchat og ykkur er velkomið að fylgja mér þar….

Pönnupizza með bbq kjúkling

Ég fékk svakalega fína pönnu frá systkinum mínum í afmælisgjöf og hef ég notað hana í mjög margt. Þessi panna má fara inn í ofn og veitir mér þess vegna þann möguleika að gera pönnupizzur sem eru að mínu mati mikið betri en venjulegar pizzur. Mig langar að deila uppskrift að ómótstæðilegri pizzu með bbq kjúkling, klettasalati og nýrifnum parmesan. Hljómar það ekki vel? Fullkomin helgarpizza. Pizzabotn 240 ml volgt vatn (mikilvægt að vatnið sé volgt) 2 ½ tsk þurrger 1 msk hunang 400 – 450 g brauðhveiti frá Kornax (í bláa pakkanum) 1 tsk salt 2 msk olía Aðferð: Blandið volgu vatni, geri og hunangi saman í skál. Leggið viskastykki yfir skálina og leyfið gerinu að leysast upp í rólegheitum, eða í 7-10 mínútur….

Skinkuhorn með Camenbert og papriku.

  Það er virkilega notalegt að vera í sumarfríi með dömunni minni og byrja daginn á bakstri, við Ingibjörg Rósa bökuðum þessi skinkuhorn um daginn og þau runnu ljúft niður. Ég prófaði í fyrsta sinn að nota Camenbert smurost í skinkuhornin og það kom mjög vel út, einnig skar ég niður rauða papriku og það var mjög gott. Ingibjörgu fannst voðalegt sport að fá að taka sér horn og smakka. Ég hlakka mikið til þegar hún verður aðeins eldri og verður farin að taka virkan þátt í bakstrinum. Ég var svo heppin að alast upp við kökuilm og ég ætla gera mitt allra besta svo hún fái það líka. Ég hef bakað þessi horn mjög oft, ég breyti fyllingunni gjarnan í hvert skipti en grunnurinn…

Snittubrauð og útskriftin hans Hadda

Á laugardaginn útskrifaðist Haddi minn sem viðskiptafræðingur frá HR. Að sjálfsögðu vorum við með boð fyrir fjölskyldu og vini hér heima fyrir og fögnuðum þessum áfanga. Ég ákvað að bjóða upp á smárétti en það er einstaklega þægilegt og það er hægt að vinna sér inn tíma og undirbúa réttina svolítið áður. Ég var búin að baka allar kökur fyrr í vikunni og setti í frysti, tók þær svo út með smá fyrirvara og þá átti ég bara efir að skreyta þær. Snitturnar tóku sennilega lengsta tímann en það er ákaflega gaman að skreyta snittur og það er endalaust hægt að leika sér með hráefni. Dagurinn var alveg frábær, veðrið var gott og fólkið okkar svo skemmtilegt. Þetta gat ekki klikkað. Ég tók að sjálfsögðu…

Kanilsnúðakaka með súkkulaðiglassúr

Sumarið er loksins komið og það er yndislegt. Nú er tilvalið að skella í þessa einföldu kanilsnúðaköku og bera fram í kaffitímanum úti á palli. Þessa dagana er ég með æði fyrir kanilsnúðum og hef prófað margar uppskriftir, þessi er sú besta og kanilsnúðarnar eru svo mjúkir og góðir. Mér finnst ómissandi að setja súkkulaðiglassúr ofan á mína snúða en þess þarf þó ekki en súkkulaði gerir auðvitað allt aðeins betra. Ef þið eruð á leiðinni í ferðalag þá er ekki galið að taka þessa með, það geta flestir verið sammála um að kanilsnúðar séu ljúffengir og enginn fær leið á þeim. 2 3/4 dl  volgt vatn 2 1/2 tsk þurrger 1 msk sykur 700 – 800 g Kornax brauðhveiti (það gæti þurfti meira eða…

Matur sem yljar að innan

Pottabrauð „Það er bæði einstaklega ánægjulegt og róandi að baka sitt eigið brauð. Það veitir öryggistilfinningu að vita nákvæmlega hvað fer í brauðið og svo er notalegt að fylgjast með bakstursferlinu.“ Ég baka oft brauð hér heima. Ég hef verulegan áhuga á brauði og mér finnst lærdómsríkt að prófa mig áfram. Ég verð líka svo montin þegar vel tekst til.“ 470 g hveiti 370 ml volgt vatn 1 tsk salt 1/4 tsk þurrger 1. Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið vatni saman við. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið við stofuhita í að minnsta kosti tólf klukkustundir. 2. Hellið deiginu á hveitistráðborð og stráið smá hveiti yfir deigið, hnoðið deigið rétt aðeins í höndunum og brjótið það saman þannig að þa myndi kúlu. 3….

Brauðbollur með hörfræjum

Ilmurinn af nýbökuðu brauði er dásamlegur. Þegar ég er í morgunstuði, þá baka ég eitthvað gott og nýt þess í botn að fá mér góðan morgunmat í rólegheitum á meðan Ingibjörg Rósa tekur lúrinn sinn. Ilmurinn af nýbökuðu brauði og kaffi er ofsalega góður og hefur róandi áhrif. Ég baka oft brauð hér heima. Ég hef verulegan áhuga á brauði og mér finnst lærdómsríkt að prófa mig áfram. Ég verð líka svo montin þegar vel tekst til. Það kemur fyrir að baksturinn gangi bara ekki neitt – þá stekk ég út í bakarí. Æfingin skapar meistarann og ég held áfram að æfa mig. Öðruvísi lærum við ekki neitt. Þessar bollur eru af einföldustu gerð, það er lygilega fljótlegt að útbúa þær. Brauð eru alltaf langbest…

Ostaplatti og Focaccia.

Í Sunnudagsmogganum deildi ég uppskriftum úr matarboði sem ég hélt fyrir vinkonur mínar. Ef félagsskapurinn er góður er góður matur bara plús. Ítalskt þema var fyrir valinu þetta kvöld og við nutum þess að sitja, borða og blaðra langt fram á kvöld. Alveg eins og það á að vera. Ég bauð upp á ostaplatta og nýbakaða Focacciu í forrétt, ótrúlega einfalt og mjög góð byrjun á matarboðinu. Ég vil gjarnan bera fram góðan mat en á sama tíma vil ég hafa þetta frekar þægilegt, ég er nefnilega oft á tíðum í stressi rétt áður en gestirnir koma og það er ferlega leiðinlegt þegar eldhúsið er á hvolfi þegar gestirnir hringja dyrabjöllunni. Ég þoli illa að vera ekki með allt tilbúið á réttum tíma. Ég tók…

1 2 3 4