Sænskir kanilsnúðar eru vinsælir víða um heim og það er ekki að ástæðulausu, þeir eru virkilega bragðgóðir og mjúkir. Mér finnst þeir bestir nýbakaðir með ísköldu mjólkurglasi. Fullkomið á köldum vetrardögum. Sænskir kanilsnúðar 2 3/4 dl volgt vatn 2 1/2 tsk þurrger 650 – 750 g hveiti 4 msk sykur 1/2 tsk salt 2 tsk kardimommuduft 1 3/4 dl mjólk, volg 75 g smjör, við stofuhita (verður að vera mjög mjúkt) Fylling: 100 g smjör 50 g púðursykur 2 tsk kanill 2 msk sykur 1 tsk kardimommuduft Ofan á: 1 egg perlusykur Aðferð: Fyrsta skrefið er að vekja þurrgerið í volgu vatni með 1 msk af sykri eða hunangi. Blandið þessum hráefnum saman í skál og leggið viskastykki yfir skálina. Þetta ferli tekur um 5…