Banana og haframjöls múffur

  • 3 dl. Sykur
  • 200 gr. Smjör
  • 4. Egg
  • 3 dl. Hveiti
  • 1,5 tsk. Lyftiduft
  • 2 dl. Haframjöl
  • Bananar
  • 2 dl. Rjómi
  • 2 msk. Vanillu extract ( eða 3 msk. vanilludropar)

Þeytið smjör og sykur saman , bætið síðan við einu og einu eggi og þeytið vel í nokkrar mín.

Bætið síðan við þurrefnum, bananastöppu og rjómanum og blandið varlega saman við í nokkrar mín. Rjóminn og vanilla extract fara síðast saman við.

Hér eru krúttin komin í sætu múffuformin

Bakist við 200° í 10 – 15 mín.

  • Krem

  • 60 gr.  Smjör
  • 5dl. Flórsykur
  • 1 msk. Mjólk
  • 100 gr. Philadelphia rjómaostur
  • 2 tsk. Vanilla extract (eða 3 tsk. vanilludropar)
  • Öllu blandað saman í nokkrar mín, mér finnst betra að kæla kremið aðeins í ísskáp áður en ég nota það. 

Mér finnst þessi matarlits-tegund ansi góð.
Ég átti ekki mikið af kökuskrauti þannig ég ákvað að prufa eitt, lét sykur í poka og lét einn dropa af gulum matarlit saman við. Hristi vel í pokanum og voila – kökuskraut komið!

Þessi múffa er djúsí og smakkast dásamlega – mæli með því að þið prufið þessa.

xxx Eva


Endilega deildu með vinum :)

3 comments

Leave a Reply to Anonymous - Cancel Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *