Um síðustu helgi þá fór ég ásamt ömmu minni að tína bláber. Mikið
sem það var nú huggulegt að sitja úti í náttúrunni að tína blessuð berin, ég
náði að fylla nokkrar dósir en ég stefni á að fara einu sinni enn, maður fær
víst aldrei nóg af bláberjum. Bláberja
bollakökur eru í sérlegu uppáhaldi hjá mér og finnst mér gaman að prufa mig
áfram með þessar kökur, þessi uppskrift er býsna góð að mínu mati. Það er mikið
af bláberjum í henni og það þykir mér ansi gott.
sem það var nú huggulegt að sitja úti í náttúrunni að tína blessuð berin, ég
náði að fylla nokkrar dósir en ég stefni á að fara einu sinni enn, maður fær
víst aldrei nóg af bláberjum. Bláberja
bollakökur eru í sérlegu uppáhaldi hjá mér og finnst mér gaman að prufa mig
áfram með þessar kökur, þessi uppskrift er býsna góð að mínu mati. Það er mikið
af bláberjum í henni og það þykir mér ansi gott.
Mér finnst bláberja bollakökur betri með engu kremi, ég vil
heldur hafa þær svolítið grófar með smá haframjölsblöndu ofan á. Þið getið auðvitað minnkað sykurmagnið, notað
spelt í staðinn fyrir hveiti og haft þær í hollari kantinum. Þá eruð þið komin
með ágætis morgunverðarbollakökur.
heldur hafa þær svolítið grófar með smá haframjölsblöndu ofan á. Þið getið auðvitað minnkað sykurmagnið, notað
spelt í staðinn fyrir hveiti og haft þær í hollari kantinum. Þá eruð þið komin
með ágætis morgunverðarbollakökur.
Ég mæli svo sannarlega með því að þið skellið ykkur út í
náttúruna og tínið ber. (og notið þau auðvitað í baksturinn 😉
náttúruna og tínið ber. (og notið þau auðvitað í baksturinn 😉
Bláberjabollakökur
u.þ.b. 12 – 14 stk.
8 msk smjör, ósaltað og brætt
2 egg
150 ml mjólk
300 g hveiti
120 g sykur
1 vanilla extract eða vanillusykur
2 tsk lyftiduft
2 – 2 ½ bolli af dásamlegum bláberjum
Hitið ofninn í 180°
1.) Pískið
smjör, egg og mjólk saman í skál.
smjör, egg og mjólk saman í skál.
2.) Sækið
aðra skál og sigtið þurrefnin saman, bætið því næst eggjablöndunni við
hveitiblönduna og blandið þessu vel saman. (Ef ykkur finnst deigið of þykkt þá bætið þið smá mjólk saman við)
aðra skál og sigtið þurrefnin saman, bætið því næst eggjablöndunni við
hveitiblönduna og blandið þessu vel saman. (Ef ykkur finnst deigið of þykkt þá bætið þið smá mjólk saman við)
3.)Að
lokum bætið þið vanilla extractinu og bláberjunum saman við, blandið því rólega
saman við.
lokum bætið þið vanilla extractinu og bláberjunum saman við, blandið því rólega
saman við.
4.) Haframjölsblanda
50 g hveiti
35 g smjör
25 g haframjöl
25 g haframjöl
30 g púðursykur
Setjið allt saman í skál og blandið þessu vel saman með
höndunum, þar til þetta verður að fíngerðu deigi
höndunum, þar til þetta verður að fíngerðu deigi
5.) Skiptið deiginu jafnt á milli í lítil pappírform og stráið
smá haframjölsblöndu yfir kökurnar. Ég
klippti bökunarpappír í litla bita og notaði sem form að þessu sinni.
smá haframjölsblöndu yfir kökurnar. Ég
klippti bökunarpappír í litla bita og notaði sem form að þessu sinni.
Bakið við
180°C í 25 – 30 mínútur.
180°C í 25 – 30 mínútur.
Ljúffengar og fallegar
Lúxus kaffitími.
Ég vona að þið njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran