Afmælisgleði

 Afmælisgleði. 
Í maí þá eigum við mamma og Steindór afmæli. 
Steindór Mar átti afmæli í gær, ég í dag og mamma þann 18 maí. 
Í gær þá bakaði ég einfalda súkkulaðiköku handa Steindóri mínum og skreytti með kitkat, smarties og slaufu. Mjög skemmtileg kaka. 
Ég var vakin í morgun af prinsunum mínum.  Pakkar og rjómaterta í morgunsárið, ekki aldeilis slæm byrjun á góðum degi. Ég er ótrúlega mikið afmælisbarn – sennilega of mikið. En það er svo gaman að eiga afmæli! Ég er búin að hafa það virkilega gott í dag og það stefnir allt í ljómandi fínt kvöld. Ég ætla að ráðast í sushigerð. Sushi og hvítvín skal það vera í kvöld.
 Nývöknuð og búin að setja á mig hið fínasta glingur, strákarnir mínir gáfu mér þetta fína prinsessusett og voða flotta barbie dúkku. 

 Mamman mín besta

 Bella Bella
 Ég vona að þið eigið góðan dag 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

3 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *