Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við Kelloggs á Íslandi
Æðislegt morgunverðar parfait með berjasósu og stökku múslí
Parfait er fullkomið á brönsborðið eða bara þegar þið viljið gera einstaklega vel við ykkur í morgunsárið. Vinnuframlagið er í lágmarki en útkoman er dásamleg, þið eigið eftir að gera þessa uppskrift aftur og aftur.
Morgunverðar parfait
200 g grískt jógúrt
200 g vanillu jógúrt
1 msk rjómi
KELLOGGS múslí með súkkulaðibitum
Fersk jarðarber
Fersk bláber
Berjasósa
250 g frosin blönduð ber
½ dl appelsínusafi
½ vanillustöng
2 msk sykur
Aðferð:
Setjið berin, appelsínusafa, vanillustöng og sykur í pott og náið upp suðu. Lækkið hitann og leyfið sósunni að malla þar til hún byrjar að þykkna, þá er gott ráð að ýta aðeins á berin og stappa þau svolítið. Setjið sósuna til hliðar og kælið áður en þið berið hana fram með jógúrtinu.
Parfait
Aðferð:
Hrærið gríska jógúrtinu og vanilluskyrinu saman, bætið fræjum úr hálfri vanillustöng við ásamt rjómaskvettu. Skerið berin niður afar smátt og saxið dökkt súkkulaði.
Setjið stökkt og ljúffengt KELLOGGS múslí í botninn á fallegum glösum, því næst fer jógúrtblanda og þar á eftir fersk ber, endurtakið leikinn og þá með berjasósunni, jógúrtinu, múslíinu og berjunum.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir