27.11.11

Fyrsti í aðventu, yndislegt. Ég er að springa úr jólatilhlökkun, ég fékk mér „Jól í bolla“ rétt áðan með lestrinum.
Heitt jólakakó. Sá þessa fínu kakóuppskrift um daginn hér og ég varð að prufa. Einfalt og dásamlegt með alvöru rjóma. Ég sauð mjólk með kanilstöngum og negulnöglum, sigtaði það síðan frá mjólkinni og bætti við nokkrum bitum af siríus suðusúkkulaði og einni tsk. af sykri.
Algjör jóladásemd!

Endilega deildu með vinum :)

5 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *