Vatnsdeigsbollur úr Matargleði Evu

Í síðasta þætti var sérstakt bolluþema í Matargleðinni og að sjálfsögðu voru vatnsdeigsbollur með rjómafyllingu á boðstólnum. Ég elska þessar bollur og borða óhóflega mikið af þeim á bolludaginn, en ég meina hann kemur nú bara einu sinni á ári. Því ekki að taka forskot á sæluna um helgina og baka þessar ljúffengu bollur kæru vinir?
 

Vatnsdeigsbollur

10 – 12 bollur
 • 100 g smjör
 • 2 dl vatn
 • 2 msk sykur
 • 110 g hveiti
 • 3 stór egg
Aðferð:
 1. Hitið ofninn í 200°C. (blástur)
 2. Hitið vatn, smjör og sykur saman í potti og látið suðuna koma upp. (gott er að láta vatn, sykur og smjör sjóða vel saman í 2 – 3 mínútur áður en hveitið er sett út í.
 3. Setjið hveiti út í, hrærið saman og látið kólna í 4 mínútur.
 4. Takið pottinn af hitanum og setjið eggin út í eitt í einu, sláið vel saman á milli. Það er líka ágætt að setja deigið í hrærivélaskál og hræra þannig saman.
 5. Setjið í sprautupoka og sprautið bollunum á pappírsklædda bökunarplötu en það má auðvitað gera það líka með tveimur skeiðum.
 6. Bakið bollurnar í 25 – 30 mínútur, það er mikilvægt að opna ekki ofninn fyrstu 15 mínúturnar af bökunartímanum því þá er hæta á að bollurnar falli.
Nutella – og bananarjómi
 Þetta er fyllingin sem þið óskið að taki aldrei enda, hún er of góð til að vera sönn. (en þetta er engu að síður sönn saga)
 • 4 dl rjómi
 • 1 banani
 • 3 msk. Nutella
 Aðferð:
 1. Þeytið rjóma.
 2. Maukið banana og Nutella saman með töfrasprota eða stappið vel saman með gaffli.
 3. Blandið bananablöndunna varlega saman við rjómann með sleif.

 

Jarðarberjafylling

 

 Klassísk og góð fylling sem fær mig til þess að fara aftur í tímann þegar ég var yngri og fékk pening hjá mömmu til þess að hlaupa út í bakarí og kaupa mér eina gómsæta bollu með dísætu bleiku kremi. Nostalgían í hámarki við hvern bita…
 • 1 askja jarðarber (10 – 12 stk)
 • 4 dl rjómi
 • 2 tsk. flórsykur
Aðferð:
 1. Maukið jarðarberin með töfrasprota eða með gaffli.
 2. Þeytið rjóma og sigtið flórsykur saman við í lokin
 3. Blandið jarðarberjamaukinu varlega saman við rjómablönduna með sleif.

 

 

Ekki missa af Matargleðinni öll fimmtudagskvöld klukkan 19:25 á Stöð 2.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefni sem eru notuð í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

6 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *