Saltkaramella er gríðarlega vinsæl um þessa mundir og það má segja að árið 2015 hafi verið ár saltkaramellunar. Ég gjörsamlega elska þessa söltuðu karamellusósu og nota hana óspart. Mér fannst við hæfi að enda árið á alvöru súkkulaðibombu með saltkaramellusmjökremi, saltkaramellusósu og poppkorni með saltaðri karamellu. Sem sagt, saltkaramellu hinmaríki….
Ítalir eru ekki eingöngu þekktir fyrir gott pasta og góðar pizzur en eftirréttirnir þeirra eru guðdómlegir. Einn af mínum eftirlætis eftirréttum er súkkulaði Panna Cotta með berjasósu, þið getið auðveldlega skipt dökka súkkulaðinu út fyrir hvítt súkkulaði. Mér finnst mjög fínt að bera fram þennan eftirrétt í veislum, sér í…
Ég deildi nokkrum uppskriftum í Nýju Lífi fyrir jólin þ.á m. uppskrift að marengsköku sem fær mig alltaf til að brosa. Já, brosa.. ég elska góðar marengskökur og þær eru svo einfaldar sem er alltaf plús. Ég geri yfirleitt botninn kvöldinu áður og leyfi botninum að kólna yfir nótt, svo…
Í vikunni kom út hátíðarbæklingur Hagkaups og þar má finna ljúffengar uppskriftir fyrir jólin. Kalkúnn, önd, nautakjöt og miklu meira í fallegu blaði sem þið getið skoðað hér. Ég er að minnsta kosti búin að velja nokkra rétti sem mig langar að prófa núna um jólin en ég er til dæmis…
Gleðilega aðra aðventu kæru lesendur. Mikið vona ég að helgin ykkar hafi verið uppfull af notalegheitum með fjölskyldu og vinum. Ég hef lítið sinnt blogginu að undanförnu en ég er búin að vera í prófum og lítill tími gefist fyrir bakstur og eldamennsku. En nú verð ég dugleg að setja…
Desember er genginn í garð og lætur heldur betur til sín taka. Veðrið er ekki upp á sitt besta eins og þið hafið eflaust tekið eftir og ekkert gott að vera að þvælast úti við ef erindið er ekki brýnt. Ég legg til að þið fáið ykkur þennan ómótstæðilega súkkulaðibolla,…
Í vikunni kom nýtt skyr á markað með súkkulaðibitum og það gladdi mig einstaklega mikið. Ég ákvað að útbúa ljúffenga súkkulaðiskyrköku sem er ótrúlega góð og ég þori að veðja að þið eigið eftir að gera hana aftur og aftur. Skyrkökur eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér eins og ég…
Súkkulaðibúðingur með heitri berjasósu 500 ml rjómi 150 g suðusúkkulaði 2 msk sykur fræin úr 1 vanillustöng 2 plötur matarlím Aðferð: Leggið matarlímsblöð í kalt vatn í 4 – 6 mínútur. Á meðan hitið þið rjóma að suðu og bætið súkkulaði saman og bræðið í rólegheitum. Hrærið í á meðan…
Vinkonur mínar komu til mín í sunnudagskaffi og bauð ég þeim meðal annars upp á þessa sjúklega góðu Oreo súkkulaðiköku sem bráðnar í munni. Þegar súkkulaði og Oreo koma saman er veisla, svo mikið er víst. Mér finnst brownies eða brúnkur alltaf svo góðar, stökkar að utan og mjúkar…
Helgin hefur verið frekar róleg á þessu heimili og ‘to do’ listinn minnkaði ekkert, það freistaði miklu meira að hanga á kaffihúsum, lita, baka eða taka leggju með Ingibjörgu Rósu en að mála vegg, setja upp gardínur og þið vitið.. allt sem verður að gerast strax, helst í gær. Stundum…