Summertime

 Góð helgi að baki í sveitinni. Fórum í útskriftarveislu hjá frænda hans Hadda, hittum gott fólk, borðuðum góðan mat og drukkum vín. Det var så dejlig! Það er líka svo gaman að keyra um landið okkar, ég og Haddi höfum ákveðið að vera dugleg við að ferðast innanlands í sumar. Það er svo mikið fallegt að sjá og skoða. 
Það væri virkilega skemmtilegt ef ég gæti platað ykkur lesendur góðir ef þið hafið tíma til,  að deila með mér frá áhugaverðum og fallegum stöðum sem þið hafið heimsótt.
 Með hvaða stöðum mælið þið þegar túristarnir á Skaganum ætla að ferðast um landið? 😉

 Fallegi blái hringurinn minn og jakkinn sem ég fékk frá Mareni minni 
Elsku maðurinn minn, svo sætur. 
Ég vona að þið hafið átt ljómandi góða helgi. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

3 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *