Pekanbaka

Fyrir rúmlega ári deildi ég þremur uppskriftum í Nýju Lífi. Ég áttaði mig á því áðan að ég er ekki búin að setja inn þessar uppskriftir á bloggið sem er algjör hneisa því þessar uppskriftir eiga það sameiginlegt að vera ljúfengar. Í dag deili ég með ykkur uppskrift að uppáhalds bökunni minni, pekanbökunni dásamlegu. Ég fæ ekki nóg af pekanhnetum og hvað þá ef þú blandar þeim saman við súkkulaði. Þessa böku ættu allir að prófa. Njótið vel!
Pekanbaka með súkkulaði
  • 100 g smjör, við stofuhita
  • 185 g hveiti
  • 1 eggjarauða
  • ¼ tsk salt
  • ½ tsk vanilla extract
  • 2 tsk kalt vatn.
Aðferð:
Hnoðið
öllu saman með höndum, sláið deiginu upp í kúlu og geymið í kæli í 15 – 20 mínútur.
Stráið smávegis af hveiti á borð og fletjið deigið út, setjið deigið í bökuform
og útbúið fyllinguna.
Fylling
  • 50 g smjör, við stofuhita
  • 180 g sykur
  • 220 g ljóst síróp
  • 3 egg
  • 1 tsk. Vanilla extract
  • 130 g súkkulaði, helst dökkt (70%)
  • 170 g pekanhnetur
Aðferð:
Hitið
ofninn í 180°C. Þeytið saman smjör og sykur þar til blandan verður ljós og
létt, bætið sírópinu saman við og hrærið í 1 – 2 mínútur. Bætið eggjum saman
við, einu í einu og hrærið vel á milli. Saxið súkkulaði og hnetur fremur smátt
og bætið saman við ásamt vanillu. Hellið fyllingunni ofan í bökunskelina og
bakið við 180°C í 40 – 45 mínútur. Berið bökuna fram með þeyttum rjóma eða ís.
xxx
Eva Laufey K. Hermannsdóttir

 

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *