On the road

Ég er svo afskaplega ánægð með veðrið, það er svo gott að vakna og sjá að sólin skín. Það er vissulega kalt en á meðan sólin er á lofti þá skiptir það ekki máli. Að því sögðu þá virðist ég tala mikið um veðrið við ykkur, sem er pínu fyndið. Ég vona að þið hafið gaman af pælingum um veðrið. 

Dagurinn í dag byrjaði á tölvupóstum og aftur tölvupóstum, er búin að drekka alltof marga kaffibolla og klukkan er bara tólf.  Ég bjó mér til svakalega góðan boozt rétt í þessu sem ég ætla að drekka á leiðinni suður, ekki meira kaffi í dag. Ég má til með að mæla með þessum booztglösum sem ég keypti í krónunni. Mér finnst þau ákaflega þægileg og fín. 

Ég vona að þið eigið ljúfan dag kæru vinir. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *