Andlitsmaski

Ég er með þurra húð og ég finn það svo sannarlega þegar það kólnar að húðin verður sérstaklega þurr. Ég reyni því að vera dugleg að bera á mig andlitsmaska og rakakrem. 
Ég keypti mér andlitsmaska frá Académíe fyrir nokkrum vikum. Aprikósu maski sem er að mínu mati ansi góður og mæli ég með honum. Hann er á mjög fínu verði og dugir ansi lengi. 
Maskinn er í fljótandi formi og lyktin af honum er ansi góð, ég spái mikið í lyktinni þegar að ég kaupi mér snyrtivörur. Það eina sem maður þarf að gera er að bera maskann á andlitið, bíða með hann á andlitinu í 20 – 30 mínútur, þá er hann orðinn ágætlega harður. Þegar maskinn er þveginn skal varast að nota of heitt vatn, bara volgt vatn því heita vatnið þurrkar upp húðina og þá er maskaaðferðin farin í vaskinn. 

 Ég keypti aprikósu maskann á snyrtistofunni Dekur á Akranesi. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *