Jólajólajól…….

Nóvember Nóvember – mikil ósköp er tíminn fljótur að líða!
En nú er löglegt fyrir jólabarn eins og mig að fara aðeins að spegúlera í jólunum að alvöru. Um helgina tók ég smá skraut úr geymslunni, til þess að þrífa það náttúrlega .. en svo væri það synd að setja það aftur inn í geymslu svo það fékk sitt sæti á heimilinu. Og þannig verður það fram að jólum, lítt og lítt í einu. (eða lítt og lítt í nóvember) Ætla mér nú að eyða jólaprófalestrinum í kósí jólahúsi.
.. Ég ætla að skreppa í Ikea í vikunni og næla mér í eitt og annað sem ég tel brýna nauðsyn.
t.d. ætla ég að fjárfesta í þessum boxum sem ég ætla að fylla með dýrindis jólakökum. Ég og amma ætlum að byrja í næstu viku – á fyrstu sort. Setja svo auðvitað í frysti og bíða með þær til jóla.
Mér finnst þetta ansi krúttlegt jólaskraut – Úr piparkökum. (ég hlakka til að dúllast í þessu)
Það er bara svo gott að hlakka til jólanna… og allt það notalega sem að þeim fylgir.
Jæja. Fyrsta jólafærslan komin í hús og húrra fyrir því. (það koma svo sannarlega fleiri)

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *