Instagram & Prentagram. @evalaufeykjaran

 1. Morgungöngutúr í Vesturbænum. Mjög fallegur dagur. 
2. Bröns hér heima við með ömmu og mömmu, ansi ljúft. 
 3. Það er fátt sem slær nýbakaðari súkkulaðiköku við.
4. Fallegir túlípanar fegra heimilið. 
 5. Ég hitti hann Hadda sem er yfirkokkur á Hótel Rangá og við elduðum saman dásamlega rétti sem eru vinsælir á hótelinu.
6. Kaffi, kaka og skemmtileg vinkona á sunnudegi. 
 7. Nú er ég byrjuð í tökum á fullu fyrir nýjan matreiðsluþátt sem fer í loftið í byrjun april á Stöð 2. Ég heimsótti Svavar Örn og Daníel og eldaði með þeim. Þeir eru svo frábærir og miklir sælkerar. 
8. Ég  er að sigla inn í 27 viku meðgöngunnar og er aðvitað rígmontin með stækkandi maga. 
Eins og ég hef oft sagt við ykkur áður þá er ég mjög hrifin af Instagram appinu og nota það talsvert mikið. Það er ótrúlega gaman að eiga mikið af myndum, þær eru dýrmætar. Ég pantaði mér ramma með myndum hjá Prentagram og ég er mjög ánægð með útkomuna. Ég mæli með að þið kíkið inn á vefsíðu Prentagram og kynnið ykkur þá þjónustu sem þau bjóða upp á. 
Annars vona ég að þið hafið haft það reglulega gott um helgina, sjálf var ég í miklum rólegheitum og það er bara stórgott. Vel úthvíld fyrir komandi viku. 
xxx
Eva Laufey K. Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

4 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *