Föstudagsgleði

Þessi vika hefur flogið áfram, ég hef ekki haft tíma til þess að stinga nefinu hingað inn á bloggið og ekki náð að deila uppskrift með ykkur. En ég ætla að bæta úr þessu bloggleysi um helgina og þá fáið þið uppskrift að dásamlegri helgarköku. 
Í dag er mánuður í að þættirnir mínir hefjist á Stöð 2. Þessa dagana er því nóg að gera í sambandi við þættina, þeir verða ólíkir þeim sem ég var með á Stöð 3 og ég hlakka mikið til þess að deila með ykkur nánari lýsingu á þáttunum þegar nær dregur. 
Annars vona ég að þið hafið það sem allra best og eigið stórkostlega helgi framundan með fólkinu ykkar. Sjálf ætla ég að eyða helginni í sumarbústað með vinkonum mínum. Það er ávísun á góða helgi. 
Helgarkveðja
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *