Chia-grautur.

Uppáhaldið mitt í morgunsárið er án efa hafragrautur. 
Ég lét  chia-fræ út í grautinn minn í morgun og ég var mjög ánægð með útkomuna, grauturinn varð mun betri fyrir vikið.

1 dl haframjöl
1 dl vatn
1 1/2 dl mjólk
1 msk chia fræ
kanill, magn eftir smekk
smá salt


Öllu blandað saman í pott og hitað við mjög vægan hita þar til grauturinn hefur þykknað, hrærið vel í á meðan. Ég lét chia-fræin í bleyti í 10 mínútur áður en ég lét þau í pottinn. 


Ég borðaði minn graut með bláberjum og smá agavesírópi. Mæli með að þið prufið.
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *