Fjórar súpur sem bæta og kæta á köldum vetrardegi.

Á svona vetrardögum er ekkert betra en að ylja sér að innan með góðri og kraftmikilli súpu. Hér eru fjórar uppskriftir að súpum sem eru einstaklega bragðmiklar og góðar að mínu mati.
 Ég mæli með góðri súpu og nýbökuðu brauði í kvöld kæru vinir. 
 Mexíkósk kjúklingasúpa. Þessi súpa er án efa í eftirlæti hjá mér, ég gæti borðað þessa súpu á  hverjum degi án þess að fá nóg. Þessi súpa verður í kvöldmatinn hjá mér í kvöld. 
Brokkolísúpa með osti. Bragðmikil og ljúffeng súpa. Osturinn setur punktinn yfir i-ið.
 Bragðmikil kjúklingasúpa með eplum og karrí. Bragðlaukarnir fá svo sannarlega að njóta sín þegar þessi súpa á í hlut, ótrúlega góð súpa sem rífur svolítið í. 
 Tómatsúpa með basilíku. Einföld, bragðmikil og ljúffeng súpa. 
Kveikið á nokkrum kertum, leyfið súpunni að malla í rólegheitum og njótið þess að vera inni á meðan veðrið lætur svona leiðinlega…. og farið varlega ef þið þurfið að fara út kæru vinir.
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

  • Mmmmm ég prófaði þessa blómkáls í kvöld, hún er æði! takk fyrir að deila henni. 🙂

    Gerði hvítlauksbrauð með.. nammmm!

Leave a Reply to Hrefna Sif - Cancel Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *