Lífið Instagrammað.

1. Þegar mamma var á landinu þá fórum við nokkrar í ljúfan lunch á Jómfrúnni og fengum okkur smurbrauð og hvítvín. 
2.Ég og amma mín nutum þess í botn.
3.  Ég og vinkona mín hún Guðrún Selma fórum í smakk á Lemon og vorum mjög ánægðar með staðinn sem opnar einmitt á morgun. 
4. Haddi var svo elskulegur að gefa mér falleg blóm og köku ársins á konudaginn. 
 5. Ég var mjög sátt með makkarónu námskeiðið hjá Salt eldhúsi. 
6. Makkarónur eru algjört augnayndi. 
7. Fajitas. Uppskriftin kemur inn á bloggið á morgun. 
8. Systur á vorfagnaði Nýs Lífs. Edda systir prýðir forsíðu blaðsins og er sérstaklega glæsileg! 
 9. Vinkonufjör á laugardaginn. Blönduðum nokkra ljúfa kokteila. 
10. Ljúffengt sushi frá Tokyo sushi. 
Ég læt nánast daglega inn myndir á Instagram og ykkur er velkomið að fylgjast með mér þar, þið finnið mig undir evalaufeykjaran.

xxx

Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *