Sex myndir í desember

 Desember er genginn í garð, algjörlega dásamlegt. Ég vil gjarnan hraðspóla fram að próflokum, þá kemur fjölskyldan mín heim og þá geta huggulegheitin byrjað. Mikið sem ég hlakka til. 
Ég byrjaði á því í morgun að skoða myndir frá því í fyrra, desember myndir sem gleðja mig ómælt.

Piparkökubollakökur, uppskriftin er hér á blogginu. 
Eftir prófin í fyrra þá fórum við til London í nokkra daga. Frábær ferð. 
Skötuveisla hjá ömmu á þorlák, lyktin ómótstæðileg.
Besta augnablikið á árinu? Þegar fjölskyldan fær sér sæti á aðfangadag og mamma ber fram jólasúpuna sem er sú allra besta. 
 Jólakossinn
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

  • Voða skemmtilegar myndir – alveg yndislegt matarblogg sem þú ert með

    Annars er ég með smá spurningu – hvernig nærðu skyrkökuni úr frminu , mín klessist alltaf öll til þegar eg reyni að ná henni heilli út ?

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *