Archives

Tikka Masala kjúklingur

Í síðasta þætti af Matargleði Evu fékk ég til mín góða gesti í indverska veislu með öllu tilheyrandi. Indverskur matur er brjálæðislega góður og fullkominn matur til að deila með góðum vinum. Aðalréttur kvöldsins var Tikka Masala kjúklingur sem við erum svo hrifnar af. Berið kjúklingaréttinn fram með raita sósu, hrísgrjónum og góðu naan brauði. Tikka masala kjúklingur 3hvítlauksrif 1 mskrifið ferskt engifer 3 msksítrónusafi 1 dlhrein jógúrt 3 msksítrónusafi 1 tsksalti ½ rauttchilialdin 1 tskkóríanderfræ Handfyllisaxað kóríander 3 tsk garam masala 700 gkjúklingakjöt, skorið í litla bita Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman og skerið kjúklingakjötið í litla bita. Setjið allt í plastpoka og inn í kæli í 2 – 3 klukkstundir, best yfir nótt. Eftir þann tíma er kjúklingurinn steiktur á pönnu í 2…

Bragðmiklar kjúklinganúðlur sem allir ættu að prófa

Ég fékk svo hrikalega góðan kjúklinganúðlurétt hjá góðum vinum um daginn og fékk leyfi til þess að birta uppskriftina hér. Þetta er einn af þessum réttum sem þið hættið ekki að hugsa um og viljið helst sleika diskinn, hann er það góður. Ég held mikið upp á einfaldar, fljótlegar og bragðgóðar uppskriftir og það má með sanni segja að þetta sé ein af þeim. Bragmikill kjúklingur með fersku grænmeti, góðri sósu og stökkum wasabi hnetum… allt í einum bita! Ég er að segja ykkur það, þið verðið að prófa þennan rétt. Njótið vel. Kjúklinganúðlur með wasabi sósu 800 g kjúklingakjöt (ég notað úrbeinuð læri) 2 dl sojasósa 2 dl sweet chili sósa 200 g núðlur 1 rautt chili 1 agúrka 1 rauð paprika 2 stilkar…

Mexíkósk pizza með djúsí ostasósu á örfáum mínútum

Mexíkóskur matur er í sérstöku uppáhaldi hjá mér og fæ aldrei leið á þessum góða mat, möguleikarnir eru líka svo margir sem gerir þessa matargerð enn betri. Ég sá sérstakar pizza tortillur út í búð um daginn og var ekki lengi að grípa þær með mér ásamt öðru góðu hráefni. Ég útbjó mjög einfalda pizzu og það var frekar fínt að sleppa við að baka venjulegan pizzabotn, stundum er maður einfaldlega ekki í stuði fyrir mikið tilstand í eldhúsinu. Botninn var þunnur og stökkur en þannig finnst mér pizzabotnar bestir. Pizzan var einstaklega ljúffeng og þið ættuð að prófa þessa uppskrift.   Mexíkósk pizza með kjúkling og djúsí ostasósu 2 tortilla pizzakökur 1 dós sýrður rjómi 1 mexíkóostur, rifinn salt og nýmalaður pipar 500 –…

Stökkir kjúklingabitar í kornflexmulningi með hunangssósu

Ég elska stökka kjúklingabita með góðri sósu og það er fátt sem jafnast á við safaríka, bragðmikla og stökka bita. Í síðasta þætti af Matargleði eldaði ég þessa einföldu kjúklingabita sem þið ættuð að prófa, hollari útgáfa að gómsætum kjúklingabitum. Stökkir kjúklingabita í kornflexmulningi Kartöflubátar 7 – 8 kartöflur, fremur stórar 1 rauðlaukur 4 hvítlauksrif salt og pipar ólífuolía   Aðferð: Skeriðkartöflurnar í fjóra bita. Skeriðrauðlaukinn í sneiðar og pressið hvítlauksrifin. Blandiðöllu saman í skál með ólífuolíu og kryddið til með salti og pipar. Leggiðí eldfast mót og bakið við 200° C í 40 – 45 mínútur. Mér finnst best að steikja kartöflurnar á pönnu í smá stund áður en ég læt þær í eldfast mót og inn í ofn.   Marinering 1 dóssýrður rjómi…

Sesar Salat með ljúffengri hvítlaukssóu

Sesar salat Þetta salat er eitt vinsælasta salat í heimi og er það ekki að ástæðulausu. Kjúklingur, stökkt beikon, gott kál og annað ljúfmeti saman í eitt. Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana! Við byrjum á því að útbúa sósuna sem fylgir salatinu. Hvítlaukssósa 1 dós sýrður rjómi 1 tsk dijon sinnep 2 – 3 tsk majónes 1 tsk hvítvínsedik 1 tsk sítrónusafi salt og pipar 2 hvítlauksrif 50 – 60 g nýrifinn parmesan ostur Aðferð: Maukið allt saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Geymið í kæli áður en þið berið fram með salatinu. Salatið. 3 kjúklingabringur, skornar í teninga Ólífuolía Salt og pipar Kjúklingakrydd 100 g beikon Kál, magn eftir smekk (helst Romain salat) 1 agúrka 10 kirsuberjatómatar Aðferð: Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið upp…

Pönnupizza með bbq kjúkling

Ég fékk svakalega fína pönnu frá systkinum mínum í afmælisgjöf og hef ég notað hana í mjög margt. Þessi panna má fara inn í ofn og veitir mér þess vegna þann möguleika að gera pönnupizzur sem eru að mínu mati mikið betri en venjulegar pizzur. Mig langar að deila uppskrift að ómótstæðilegri pizzu með bbq kjúkling, klettasalati og nýrifnum parmesan. Hljómar það ekki vel? Fullkomin helgarpizza. Pizzabotn 240 ml volgt vatn (mikilvægt að vatnið sé volgt) 2 ½ tsk þurrger 1 msk hunang 400 – 450 g brauðhveiti frá Kornax (í bláa pakkanum) 1 tsk salt 2 msk olía Aðferð: Blandið volgu vatni, geri og hunangi saman í skál. Leggið viskastykki yfir skálina og leyfið gerinu að leysast upp í rólegheitum, eða í 7-10 mínútur….

Kjúklingabringur í tómat- og hvítvínssósu

Helgin leið hratt og örugglega, við höfum haft það svakalega gott og fengið til okkar góða gesti í mat, fylgst með gleðigöngunni og meira að segja komist í haust tiltektina. Í kvöld langaði mig í eitthvað einfalt og fljótlegt eftir annansaman dag, ég átti kjúklingabringur og tómata sem ég blandaði saman í góðan kjúklingarétt. Mamma mía hvað þetta var gott, ég borðaði á mig gat og hefði alveg getað borðað tómatana eina og sér, þeir voru ljúffengir. Virkilega góður endir á helginni og ég má til með að hvetja ykkur til þess að prófa þennan rétt í vikunni. Kjúklingur í tómat- og hvítvínssósu  2 kjúklingabringur eða álíka mikið magn af öðru kjúklingakjöti 6 stórir tómatar 6 kirsuberjatómatar 1 laukur 2 hvítlauksrif 1 lítil krukka Dala…

Buffaló kjúklingavængir og gráðostasósa

  Það er alltaf staður og stund fyrir gómsæta og stökka kjúklingavængi! Það eru eflaust margir að skipuleggja útskriftarveislu nú um helgina. Haddi minn er að útksirfast og ég er á fullu að setja saman smárétti sem mig langar að bjóða upp á. Ég gerði þessa vængi um daginn þegar Ísland – Tékkland mættust. Vængirnir slógu í gegn sem og gráðostasósan sem ég útbjó. Hér kemur uppskriftin, ég vona að þið njótið vel.   Buffaló vængir með gráðostasósu 15 – 20 kjúklingavængir 3 msk hveiti 1 tsk salt 1 tsk pipar 1 tsk paprikukrydd 2 – 3 msk Buffalo sósa Aðferð: Setjið kjúklingavængi, hveiti og krydd í plastpoka og hrisstið duglega eða þannig að hveiti þekji kjúklingavængina mjög vel. Setjið vængina á pappírsklædda ofnplötu og…

Vikumatseðill

Mér finnst best að byrja vikuna á góðum fisk, þessi karrífiskur er mjög einfaldur og bragðgóður. Fiskurinn er borinn fram með jógúrtsósu og fersku salati.  Þriðjudagsrétturinn þessa vikuna er ofurgott Japanskt salat með stökkum núðlum.  Miðvikudagsrétturinn er afar góður, kjúklingalæri í mangóchutney sósu með ristuðum möndlum. Fimmtudagsrétturinn er fiskréttur í betri kantinum, lax í ljúffengri sósu með sólþurrkuðum tómötum og döðlum.  Föstudagsrétturinn er á mexíkósku nótunum, takkógratín með ómótstæðilegu lárperumauki.  Það spáir góðu veðri út vikuna og þá er að sjálfsögðu tilvalið að grilla um helgina og ég mæli með þessum beikon-kjúklingaspjótum með piparostasósu. Algjört lostæti! Bakstur vikunnar er þetta heilhveitibrauð sem er bæði svakalega gott og stútfullt af hollustu, mér þykir þetta brauð ótrúlega gott og ég mæli með að þið prófið það.  Ég…

Vikumatseðill

 Á  hverjum degi kemur upp sama spurningin, hvað á að hafa í matinn? Tíminn er oft af skornum skammti en öll viljum við borða eitthvað gott og helst búa það til sjálf. Fyrir nokkrum árum starfaði ég á vinnustað þar sem viku matseðilinn var skipulagður á sunnudögum, þá var þetta aldrei neitt vafamál. Þetta fyrirkomulag sparar bæði tíma og pening, þannig er hægt að koma í veg fyrir óþarflega margar ferðir í matvöruverslanir. Ég hef tekið eftir nokkrum matarbloggurum sem gefa hugmyndir af vikuseðli og mér þykir mjög gaman að skoða þá seðla og fá hugmyndir, þess vegna langar mig að gera slíkt hið sama. Það er góð leið fyrir mig að halda betur utan um mínar uppskriftir og ég vona að með þessu fáið…

1 2 3 4 5 6