Ég ætlaði að vera löngu búin að setja inn færslu um brúðkaupið okkar Hadda og ég hugsa að ein færsla sé alls ekki nóg, svo ég skipti þessu niður í nokkrar færslur. Ég hafði mjög gaman af því að skoða myndir og undirbúning hjá öðrum fyrir stóra daginn okkar og ég vona að þið hafið gaman af þessu hjá mér – það er nú aðal málið 🙂 Fyrsta skrefið var auðvitað að velja dagsetningu – eða svona fyrir utan skrefið að ákveða að gifta sig. Við ákváðum að gifta okkur þann 23.júlí og þegar dagsetningin var komin á hreint þá var næsta skref að velja kirkju. Akraneskirkja varð fyrir valinu en það kom í rauninni aldrei önnur kirkja til greina, við erum bæði fædd og uppalin á…