Archives

Brúðkaupið okkar – Veislusalurinn

Ég ætlaði að vera löngu búin að setja inn færslu um brúðkaupið okkar Hadda og ég hugsa að ein færsla sé alls ekki nóg, svo ég skipti þessu niður í nokkrar færslur. Ég hafði mjög gaman af því að skoða myndir og undirbúning hjá öðrum fyrir stóra daginn okkar og  ég vona að þið hafið gaman af þessu hjá mér – það er nú aðal málið 🙂 Fyrsta skrefið var auðvitað að velja dagsetningu – eða svona fyrir utan skrefið að ákveða að gifta sig. Við ákváðum að gifta okkur þann 23.júlí og þegar dagsetningin var komin á hreint þá var næsta skref að velja kirkju. Akraneskirkja varð fyrir valinu en það kom í rauninni aldrei önnur kirkja til greina, við erum bæði fædd og uppalin á…

Brúðarkjóll og makkarónur

Nú styttist heldur betur í stóra daginn en eftir tæpa tvo mánuði ætlum við Haddi að gifta okkur eða þann 23.júlí. Ég er orðin hrikalega spennt og það var svolítið gaman að taka þátt í brúðarmyndatöku fyrir brúðkaupsblað Morgunblaðsins um daginn, þið getið skoðað viðtalið hér.  Undirbúningurinn gengur vel en ég er svo róleg yfir þessu, mun rólegri en ég bjóst við. Það fyrsta sem við gerðum eftir að dagurinn var ákveðinn var að bóka kirkju og sal, svo höfum við rólegheitum tekið ákvarðanir varðandi athöfn og veislu. Gestalistinn er loksins klár en það var aðal hausverkurinn okkar, auðvitað vildum við bjóða öllum heiminum en salurinn leyfir það víst ekki. Nú höfum við hins vegar sagt skilið við listann og ég er búin lofa sjálfri…

Brúðkaupsterta

Anna Margrét vinkona mín giftist unnusta sínum honum Einari um síðustu helgi og fékk ég þann heiður að baka brúðkaupstertuna. Þetta er í annað sinn sem ég baka brúðkaupstertu en ég hef áður bakað fyrir systur mína. Mikil ósköp finnst mér þetta skemmtilegt og auðvitað pínu stressandi á sama tíma þ.e.a.s. vegna þess að ég vill auðvitað senda frá mér eins góða köku og möguleiki er á. Ég ákvað að baka góða súkkulaðiköku og skreyta hana með hvítu súkkulaðikremi, það er ávísun á glaða gesti. Undanfarið hef ég verið með æði fyrir blómaskreytingum og marengsskrauti, og útkoman var eins og þið sjáið á myndinni fyrir ofan. Falleg blóm setja ótrúlega fallegan svip á kökuna. Súkkulaðibotnar Ég geri þessa súkkulaðibotna mjög oft og ég er alltaf…