Archives

Ómótstæðilegur skyr eftirréttur með súkkulaðiköku og hindberjum

Sumarið hefur flogið áfram og það er óhætt að segja að það hafi verið dásamlegt, ég hef notið þess að vera í sumarfríi með Hadda og Ingibjörgu Rósu. Að vísu gátum við Haddi ekki tekið mikið frí saman, þurfum auðvitað að púsla þessu eins og annað fjölskyldufólk. Engu að síður höfum við náð að bralla margt skemmtilegt saman og ég mætti endurnærð til vinnu í morgun full tilhlökkunar varðandi haustið. Ég bakaði mjög mikið í fríinu og fyrr í sumar útbjó ég þennan ómótstæðilega eftirrétt sem þið ættuð að prófa. Skyrkökur og súkkulaðikökur eru gómsætar, þið getið þess vegna ímyndað ykkur þegar þessar tvær koma saman… brjálæðislega gott og einfalt. Eftirréttur með súkkulaðiköku og berjaskyri.   100 smjör, brætt 2 Brúnegg 2,5 dl sykur 1,5…

Frönsk súkkulaðikaka með karamellusósu og pekanhnetum.

Helgarbaksturinn er að þessu sinni ljúffeng súkkulaðikaka með karamellusósu og pekanhnetum, já ég legg ekki meira á ykkur. Þessi kaka sameinar það sem mér þykir svo gott, súkkulaði og pekanhnetur.  Kakan er ekki bara bragðgóð heldur er hún líka svo einföld og fljótleg í bakstri, það er alltaf plús. Þið getið þess vegna léttilega byrjað að baka núna og borðað hana með kaffinu klukkan fimm, eða þá haft hana sem eftirrétt í kvöld já eða bara baka hana og borða þegar ykkur langar til. Fullkominn endir á helginni myndi ég segja. Ég vona að þið njótið vel.   Ég bakaði þessa köku seinast á 17.júní og að sjálfsögðu var nauðsynlegt að skreyta hana. Hér kemur uppskriftin. Frönsk súkkulaðikaka með karamellusósu og pekanhnetum. Botn: 200 g…

Fullkomin blaut súkkulaðikaka með Marsfyllingu

Þessi súkkulaðikaka er ótrúlega einföld og svakalega góð, hún er mjög blaut og er best þegar hún er enn heit og borin fram með vanilluís. Haddi bað mig um að baka þessa köku í vikunni og að sjálfsögu var ég til í það, enda slæ ég aldrei hendinni á móti góðri súkkulaðiköku. Þetta er tilvalin kaka fyrir sunnudagsbaksturinn, bæði fyrir kaffitímann eða sem desert eftir kvöldmat. Ég er svona 10 mínútur að hræra í deiginu og koma kökunni inn í ofn og það tekur hana 20 – 30 mínútur að bakast, það þarf semsagt ekki að bíða lengi eftir þessari ljúffengu köku. Sem er alltaf plús! Þetta veður býður líka upp á að gera vel við sig, koma sér vel fyrir upp í sófa með…

Besta súkkulaðikakan með klassísku smjörkremi

  Ef það er eitthvað sem hægt er að treysta á, þá er það klassísk og dásamleg súkkulaðikaka með ljúffengu smjörkremi. Ég baka þessa köku að lágmarki einu sinni í mánuði. Það er fátt sem jafnast á við nýbakaða súkkulaðiköku með góðu kremi og ískaldri mjólk. Þessi súkkulaðikaka er án efa í miklu uppáhaldi hjá mér, þegar ég kom heim úr skólanum á mínum yngri árum var svo notalegt að finna kökuilminn taka á móti mér þegar að mamma var búin að baka. Þetta er þó ekki uppskriftin sem mamma var vön að baka en þetta er engu að síður þessi gamla og góða, dökkir súkkulaðibotnar með ljósu og silkimjúku smjörkremi. Ég notaði þessa uppskrift fyrir botnanna, en uppskriftin er bæði lygilega einföld og svakalega…

Pekanbaka

Fyrir rúmlega ári deildi ég þremur uppskriftum í Nýju Lífi. Ég áttaði mig á því áðan að ég er ekki búin að setja inn þessar uppskriftir á bloggið sem er algjör hneisa því þessar uppskriftir eiga það sameiginlegt að vera ljúfengar. Í dag deili ég með ykkur uppskrift að uppáhalds bökunni minni, pekanbökunni dásamlegu. Ég fæ ekki nóg af pekanhnetum og hvað þá ef þú blandar þeim saman við súkkulaði. Þessa böku ættu allir að prófa. Njótið vel! Pekanbaka með súkkulaði 100 g smjör, við stofuhita 185 g hveiti 1 eggjarauða ¼ tsk salt ½ tsk vanilla extract 2 tsk kalt vatn. Aðferð: Hnoðið öllu saman með höndum, sláið deiginu upp í kúlu og geymið í kæli í 15 – 20 mínútur. Stráið smávegis af…

Rosaleg súkkulaðibomba.

Á þjóðhátíðardaginn er svo sannarlega tilvalið að bjóða fjölskyldu og vinum heim í kaffiboð áður en haldið er í skrúðgöngu. Íslensk Hnallþóra gegnir lykilhlutverki að mínu mati í kaffiboðum á þessum fallega degi.  Súkkulaði, Rice Krispies, rjómi, fersk ber og enn meira súkkulaði. Það er blanda sem getur ekki klikkað. Hér kemur uppskriftin að þjóðhátíðarkökunni dásamlegu. Þjóðgerður Súkkulaðibotnar: Ég notaði þessa uppskrift en þið getið auðvitað notað hvaða súkkulaðibotna uppskrift sem þið viljið. Ég mæli þó með þessum botnum en þeir eru einstaklega mjúkir og góðir.       3 bollar hveiti       2 bollar sykur          3 egg          2 bollar venjuleg ab-mjólk          1 bolli olía          5-6 msk kakó…

1 2 3