Archives

Frönsk súkkulaðikaka með silkimjúkri karamellusósu

Vikan flaug hratt og örugglega, ég sinnti blogginu mjög lítið í vikunni en ég var að klára misserisverkefni í skólanum sem átti hug minn allan. Ég og hópurinn minn rannsökuðum hvernig íslensk fyrirtæki nota Snapchat í sínu markaðsstarfi, virkilega áhugaverð rannsókn að okkar mati og höfðum við gaman af því að vinna hana (á köflum langaði okkur líka til þess að gefast upp, haha). Helgarfríið hefur þess vegna verið einstaklega ljúft, að hafa ekki stórt verkefni hangandi yfir sér er býsna gott og gaman að geta verið með fjölskyldunni. Ég ætla líka að baka þessa köku hér sem ég gjörsamlega elska og ég veit að fólkið mitt gerir það líka. Það kannast nú flestir við uppskriftina að frönsku súkkulaðikökunni sem er bæði einföld og hriklega…

Súkkulaðikaka með Frosting kremi

Súkkulaðibotnar 3 bollar hveiti (Amerísk mæling, 1 bolli = 2,4 dl) 2 bollar sykur 3 egg 2 bollar AB mjólk 1 bolli bragðdauf olía 5 msk kakó 2 tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi 2 tsk vanilludropar eða sykur Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman í skál, hrærið í nokkrar mínútur eða þar til deigið verður slétt og fínt. Hellið deiginu í smurð bökunarform og bakið við 180°C í 25 – 30 mínútur. Það er gott ráð að stinga hníf í kökuna eftir 25 mínútur og ef hnífurinn kemur hreinn upp úr er kakan klár en annars þarf hún lengri tíma. Ofnar eru auðvitað eins misjafnir eins og þeir eru margir. Það er mikilvægt að leyfa kökunni að kólna alveg áður en hún er skreytt með kreminu.  …

Brjálæðislega góð Oreo ostakökubrownie

Á sunnudögum er tilvalið að gera vel sig og baka góða köku, eins og þið hafið eflaust tekið eftir hér á blogginu þá leiðist mér ekki að baka og mig langar að deila með ykkur uppskrift að ómótstæðilegri köku sem ég bakaði um síðustu helgi. Hún er algjört sælgæti og ég á eftir að baka hana mjög oft. Ég elska súkkulaðikökur og ég elska ostakökur, sú ást minnkaði ekkert þegar þeim er blandan saman í eina köku sem ég þori að veðja að þið eigið eftir að elska. Nú er um að gera að hendast út í búð eftir nokkrum hráefnum og baka Oreo ostaköku fyrir fjölskylduna á þessum fína sunnudegi.   Oreo ostakökubrownies Brownies uppskrift: 150 g smjör 250 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði 200…

Skúffukakan sem allir elska

Þetta er litli gríslingurinn minn á öskudaginn, hún Ingibjörg Rósa var svo dásamleg í þessum kjól með þessi krúttlegu eyru að mamman átti ekki orð. Þessa dagana eru grísir í miklu uppáhaldi og búningurinn vakti mikla lukku hjá dömunni minni. Hún er orðin eins og hálfs árs og gleður alla í kringum sig á hverjum degi, við Haddi erum einstaklega heppin. Á morgun byrjar hún svo í leikskóla sem verður ekkert smá skemmtilegt, að vísu finnst mér tíminn alltof fljótur að líða og ég finn að maður þarf svo sannarlega að njóta stundarinnar núna. Að því sögðu langar mig að deila með ykkur uppskrift að æðislegri súkkulaðiköku sem allir elska, einföld skúffukaka sem tekur enga stund að búa til og tilvalið að baka í dag…

Æðisleg rjómaostabrownie með hindberjum

Ég bakaði þessa stórgóðu og einföldu brownie með rjómaosti og hindberjum um síðustu helgi. Súkkulaði, rjómaostur og hindber eru auðvitað hin fullkomna þrenna. Þessa köku bakaði ég handa frænku minni sem hefur hjálpað okkur Hadda svo mikið undanfarnar vikur með hana Ingibjörgu Rósu. Við höfum verið að vinna mikið og hún hefur skotist frá Akranesi til Reykjavíkur og passað dömuna okkar í nokkur skipti. Það er sko ekki sjálfsagt að eiga svona góðar frænkur, svo mikið er víst. Við færðum henni þess vegna góða súkkulaðiköku sem við fengum svo auðvitað að smakka hjá henni, hehe. Kakan var ótrúlega góð, sérstaklega nýbökuð með ísköldu mjólkurglasi. Ég náði því nú verr og miður ekki að dunda mér við að taka myndir en þessar myndir koma því vonandi…

Bomba ársins

Saltkaramella er gríðarlega vinsæl um þessa mundir og það má segja að árið 2015 hafi verið ár saltkaramellunar. Ég gjörsamlega elska þessa söltuðu karamellusósu og nota hana óspart. Mér fannst við hæfi að enda árið á alvöru súkkulaðibombu með saltkaramellusmjökremi, saltkaramellusósu og poppkorni með saltaðri karamellu. Sem sagt, saltkaramellu hinmaríki. Ég lofa ykkur að þið verðið ekki vonsvikin, hún er algjört sælgæti og passar fullkomnlega í áramótpartíið. Hún grípur augað strax og er svolítið mikil en það er nú þannig á áramótunum að allt er leyfilegt.   Sannkölluð karamellubomba Súkkulaðibotnar 3 bollar Kornax hveiti (1 bolli = 2,5 dl) 2 bollar sykur 3 egg 2 bollar AB mjólk 1 bolli bragðlítil olía (ekki nota ólífuolíu) 5-6 msk. kakó 2 tsk. Lyftiduft 1 tsk. Matarsódi 2…

Mjúk súkkulaðikaka með fljótandi karamellusósu

Í gærkvöldi fór fram landssöfnun Samhjálpar til uppbyggingar á meðferðarheimilis í Hlaðgerðarkoti. Söfnunin gekk frábærlega og við söfnuðum rúmlega 80 milljónum sem er algjörlega frábært, það var svo gaman að fá að taka þátt í söfnuninni en við Ásgeir Erlendsson vorum í símaverinu með fullt af skemmtilegu fólki. Ég var svo sátt og sæl þegar ég vaknaði í morgun að ég varð að baka eina gómsæta köku. Mig langaði auðvitað í súkkulaðiköku og ég átti til ljúffenga karamellusósu sem passaði fullkomnlega með súkkulaðinu. Úr varð sænsk kladdkaka með þykkri karamellusósu. Þið ættuð að skella í þessa köku sem allra fyrst, lofa að þið eigið eftir að elska þessa. Mjúk súkkulaðikaka með fljótandi karamellusósu 150 g smjör 2 Brúnegg 2 dl sykur 3 dl Kornax hveiti…

Oreo brownies sem bráðna í munni

  Vinkonur mínar komu til mín í sunnudagskaffi og bauð ég þeim meðal annars upp á þessa sjúklega góðu Oreo súkkulaðiköku sem bráðnar í munni. Þegar súkkulaði og Oreo koma saman er veisla, svo mikið er víst. Mér finnst brownies eða brúnkur alltaf svo góðar, stökkar að utan og mjúkar að innan. Það má svo líka leika sér með þessa uppskrift, skipta Oreo út fyrir annað góðgæti. Allt er nú hægt! Ég þori að lofa ykkur því að þið eigið eftir að baka þessa aftur og aftur… hún er það góð. Oreo brownie 170 g smjör 190 g súkkulaði 3 Brúnegg + 2 eggjarauður 160 g púðursykur 1 tsk lyftiduft salt á hnífsoddi 1 msk kakó 3 msk Kornax hveiti 160 g Oreo kexkökur súkkulaðisósa…

Fallegir og ljúffengir bitar í veisluna

  Í sumar útskrifaðist Haddi frá Háskólanum í Reykjavík og héldum við smá boð hér heima. Ég ákvað að vera með smárétti, ég bauð meðal annars upp á snittur og litlar kökur. Marengskökur og súkkulaðikökur eru yfirleitt vinsælastar á veisluborðinu og þess vegna ákvað ég að bjóða upp á litlar Pavlovur og franska súkkulaðiköku með ljúffengu kremi. Ég var mjög ánægð með útkomuna og skreytti kökurnar með ferskum berjum og blómum, það kom ákaflega vel út og var mikið fyrir augað. Þegar ég held boð eða á von á mörgum í mat þá finnst mér best að velja rétti sem ég get undirbúið með smá fyrirvara, ég gat bakað frönsku súkkulaðikökuna fyrr í vikunni og setti hana inn í frysti. Bakaði marengsinn kvöldinu áður og…

Brúðkaupsterta

Anna Margrét vinkona mín giftist unnusta sínum honum Einari um síðustu helgi og fékk ég þann heiður að baka brúðkaupstertuna. Þetta er í annað sinn sem ég baka brúðkaupstertu en ég hef áður bakað fyrir systur mína. Mikil ósköp finnst mér þetta skemmtilegt og auðvitað pínu stressandi á sama tíma þ.e.a.s. vegna þess að ég vill auðvitað senda frá mér eins góða köku og möguleiki er á. Ég ákvað að baka góða súkkulaðiköku og skreyta hana með hvítu súkkulaðikremi, það er ávísun á glaða gesti. Undanfarið hef ég verið með æði fyrir blómaskreytingum og marengsskrauti, og útkoman var eins og þið sjáið á myndinni fyrir ofan. Falleg blóm setja ótrúlega fallegan svip á kökuna. Súkkulaðibotnar Ég geri þessa súkkulaðibotna mjög oft og ég er alltaf…

1 2 3