Vikan flaug hratt og örugglega, ég sinnti blogginu mjög lítið í vikunni en ég var að klára misserisverkefni í skólanum sem átti hug minn allan. Ég og hópurinn minn rannsökuðum hvernig íslensk fyrirtæki nota Snapchat í sínu markaðsstarfi, virkilega áhugaverð rannsókn að okkar mati og höfðum við gaman af því að vinna hana (á köflum langaði okkur líka til þess að gefast upp, haha). Helgarfríið hefur þess vegna verið einstaklega ljúft, að hafa ekki stórt verkefni hangandi yfir sér er býsna gott og gaman að geta verið með fjölskyldunni. Ég ætla líka að baka þessa köku hér sem ég gjörsamlega elska og ég veit að fólkið mitt gerir það líka. Það kannast nú flestir við uppskriftina að frönsku súkkulaðikökunni sem er bæði einföld og hriklega…