Bloggið í °N Style Magazine

°N Style Magazine
°N Style Magazine er glænýtt tímarit sem fjallar aðallega um tísku og hönnun á Norðurlöndunum. 
Einnig er fjallað mannlíf og mat. 
Virkilega smart og vandað tímarit sem lofar mjög góðu. 

Ég verð nú að koma því á framfæri hvað mér finnst forsíðan einstaklega falleg, litla frænka mín hún Kristín Lív er forsíðumódel og þessi stúlka er svo ótrúlega falleg og yndisleg. Ég er montin af henni. 🙂
 Bloggið mitt er blogg mánaðarins og það gleður mig óskaplega mikið. Sérstaklega skemmtilegt að fá að vera með.

Ég deili með lesendum mexíkósku kjúklingasúpunni sem er í miklu eftirlæti hjá mér. Það jafnast nú ekkert á við góða og kraftmikla súpu á köldu vetrarkvöldi. 
Hér getið þið skoðað tímaritið : http://issuu.com/nordicstylemag/docs/issue-1
Glæsilegt blað og ég óska ritstjórninni innilega til hamingju og þakka þeim um leið fyrir að hafa valið mitt blogg til þess að vera með í blaðinu að þessu sinni. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *