Mér finnst mjög gott að fá mér orkumikið og ljúffengt boozt, sérstaklega núna þegar mikið er að gera og prófin byrjuð.
Það tekur enga stund að búa það til og booztið er stútfullt af hollustu.
Ég mæli svo sannarlega með að þið prufið og njótið.
Green Tea boozt
Green Tea & Blueberry safi, magn eftir smekk
1 banani
handfylli frosið mangó, smátt skorið
1 handfylli ferskt spínat
1 msk hörfræ
rifinn engiferrót, magn eftir smekk
1 msk lime-safi
Allt saman sett í blandarann í nokkrar mínútur, það er líka gott að setja skyr eða grískt jógúrt saman við. Setjið nokkra ísmola í drykkinn og þá er hann virkilega svalandi.
Þessir safar eru í miklu uppáhaldi hjá mér, hollir og svakalega góðir.
Orkumikið og svalandi boozt sem bætir og kætir.
xxx
Eva Laufey Kjaran