…Sunnudagur til sælu. Bókstaflega! Planið var að vera á Hvolsvelli um helgina en það þróaðist yfir í það að vera bara heima við í notalegheitum. Verður ansi mikið fjör um næstu helgi svo það var ágætt að vera bara heima við. Ég svaf lengi, var ekki komin á fætur fyrr en um tíu. Kveikti á könnunni og kíkti á mbl.is. Ég er orðin vanaföst – dagurinn hefst ekki fyrr en ég er búin með þetta ágæta kaffi/frétta process. Ákvað síðan að skella í mömmudraum, einfalt og klikkar aldrei. Fékk góða gesti í kaffi. Mamma, Maren, strákarnir mínir, amma og afi. Veðrið er líka þannig í dag að það býður ekki upp á neitt annað en smá leti og kósítæm. Mér finnst fátt notalegra en að lesa góða bók, innvafin í teppi með gott kaffi og heyra í vindinum fyrir utan… alvöru sunnudagur. Ég ætla að taka mér smá göngutúr til að hressa mig við, pæja mig síðan upp og svo ætlum við út að borða í kvöld. Elskulegi tengdafaðir minn á afmæli í dag og því ætlum við að fagna.

Njótið dagsins og vonandi er helgin búin að vera dásamleg hjá ykkur.

XXX



Endilega deildu með vinum :)

1 comment

  • ó guð Eva Laufey, hættu að vera svona vandræðalega myndarleg alltaf 😉 smá öfundartónn í þessu hjá mér 🙂

Leave a Reply to Hrefna Sif - Cancel Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *