Bláberja cupcakes

 Ef það er eitthvað sem ég gæti borðað alla daga þá eru það þessar ljúffengu bláberja cupcakes.
Þær eru ferlega fljótlegar og eiga alltaf vel við.
Hér kemur uppskriftin fyrir ca. 12 cupcakes.
280 gr. Hveiti 
1 tsk. Lyftiduft
1 tsk. Salt
115 gr. Púðursykur
2 egg
150 gr. Bláber (Frosin eða fersk)
250 ml. Mjólk
85 gr. Brætt smjör
1 tsk. Vanilla Extract
Rifinn börkur af einni sítrónu
Aðferð
Byrjum á því að stilla ofninn á 200°C.
Sigtið saman hveiti, lyftiduft og salt í stóra skál. Bláberjum og sykrinum er síðan bætt saman við varlega með sleif. Finnum okkur aðra skál, pískum eggin og bætum mjólkinni, smjörinu, vanillu extract saman við.   
Blöndum því næst eggjablöndunni saman við þurrefnin og blöndum því vel saman. 
Síðast en ekki síst bætum við sítrónubörknum við.
Þessu er síðan öllu blandað svakalega vel saman og beint í falleg cupcakesform.
Inn í ofn við 200°C í 20 mínútur. 

 Fallegar bláberja cupcakes. 
Ég mæli með að þið prufið þessa uppskrift. 
Ég vona að þið eigið ljúfan dag.
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *