Geisp..Geisp..Geisp. Nú er vorönn hafin. Það tók svo sannarlega á að vakna um sjöleytið í morgun sérlega vegna þess að ég sofnaði um fjögurleytið. En ég sofna þá vonandi snemma í kvöld og vakna fersk í morgunsárið. Erum að fara með Mareni systir og co. til Keflavíkur. Þau eru að…
Í gær þá bakaði ég vanillubollakökur og prufaði nýtt krem, sem er að mínu mati eitt það allra yndislegasta. Uppskrift af bollakökunum finnið þið hér Karamellukrem. 400 gr. Karamellur 6 dl. Rjómi Ath! Það þarf að byrja að laga kremið deginum áður en við ætlum að nota það. Ósköp einfalt. Setjum…
Heimalagað múslí og hindiberjamauk með AB-Mjólk. 7 dl. Haframjöl 50 gr. Sólskinsfræ 50 gr. Graskersfræ 50 gr. Heslihnetur 50 gr. Möndlur 100 gr. Þurrkaðir ávextir (t.d. rúsínur, trönuber, epli. Ég notaði Gojiber og smá rúsínur í þetta sinn) 1 dl. Hunang (ég notaði lífrænt) 1 dl. Olía (t.d. kókos) 3…
Jólafríið senn á enda, mikil ósköp sem það hefur verið ljúft. Sólarhringurinn hefur þó sjaldan litið eins illa út, ég vaki fram eftir öllu og vakna seint og síðar meir. Dagarnir gjörsamlega fljúga áfram.Ég er mikill nátthrafn og finnst best að dúlla mér á nóttunni, vandið er bara sá að…
Þessa dásemd prufaði ég í gær. Ég var með Stóra-Dímon en það er hægt að nota hvaða ost sem er. Byrjum á því að skera smá göt í ostinn, skerum svo hvítlaukin og rósmarínið smátt og setjum í götin. Ég setti talsvert mikið vegna þess að ég vildi mikið bragð. …
Tíramisú, guðdómlegur ítalskur eftirréttur. Þessi eftirréttur er í sérlega miklu uppáhaldi hjá mér og ég ákvað að prufa hann á gamlársdag. Hér kemur uppskriftin. 4 Egg 100 gr. Sykur 400 gr. Philadelphia rjómaostur (Ég ætlaði að nota mascarpone rjómaost en hann var ekki til hérna á Skaganum, en það er…
Ég átti ansi gott kvöld með mínum nánustu í gær. Borðaði ljúffengan mat hjá mömmu og fór svo yfir til Hadda seinna um kvöldið og horfði á skaupið sem að mínu mat var nokkuð gott. Svo hitti ég vinkonur mínar og við fórum út á tjúttið. Mæðgur að skála Feðgar…
Gamlársdagur. Í hádeginu þá hittumst við fjölskyldan heima hjá mömmu. Borðuðum ýmsar kræsingar sem hún móðir mín bauð uppá. Horfðum svo á kryddsíldina og höfðum það huggulegt. Bræður mínir fóru að metast um flugelda á meðan að ég lagaði eftirrétt sem ég hlakka mikið til að bragða á í kvöld,…
Árið 2011 var viðburðarríkt, lærdómsríkt og sérlega skemmtilegt ár. Ég tók saman nokkrar myndir frá árinu sem er að líða. Árshátíð með Hadda mínum Að pæjast í mars Um páskana var ég í bústað með þessum yndislegum gaurum og fór síðan til Akureyrar sömu helgi, það var ansi ljúft. Heimsins…
Ég elska jólafrí. Elska að geta dúllað mér á daginn við bakstur og huggulegheit. Nokkrir dagar eftir svo það borgar sig að nýta tímann vel. Ég prufaði að gera súkkulaðimús í dag, æfing fyrir gamlárskvöld. Tókst ansi vel til. Súkkulaðimús (Fyrir ca. 8 manns.) 250 gr. Dökkt súkkulaði 75 gr….