Ég er komin í sveitina ásamt ansi góðu fólki, litli bróðir minn og hans kærasta komu með okkur Hadda í sveitina. Við byrjuðum auðvitað á því að fá okkur góðan göngutúr og skoðuðum Seljalandafoss. Ég og Brynja völdum ekki sniðuga skó fyrir göngutúrinn, en það er nú önnur saga. Það…
Það er ekkert sem jafnast á við ferskt og gott boozt í morgunsárið. Ég nota yfirleitt frosin ber og booztin verða betri fyrir vikið að mínu mati. Ísköld og ljúffeng, alveg eins og að borða góðan ís. Það tekur enga stund að gera boozt, ég nota það sem ég á…
Sumir dagar eru ansi þéttir og mikið sem þarf að gera, en það þýðir þó ekki að sleppa við að hafa eitthvað gott í kvöldmatinn. Það er alltaf hægt að finna smá tíma fyrir matargerð. Að búa til einfalt og matarmikið salat tekur ekki lengri tíma en 20 mínútur. Þetta salat geri…
Ég er með þurra húð og ég finn það svo sannarlega þegar það kólnar að húðin verður sérstaklega þurr. Ég reyni því að vera dugleg að bera á mig andlitsmaska og rakakrem. Ég keypti mér andlitsmaska frá Académíe fyrir nokkrum vikum. Aprikósu maski sem er að mínu mati ansi góður…
Október er mánuður Bleiku slaufunnar. Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í báráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Árlegur meðafjöldi krabbameina hjá íslenskum konum er um 660. Það er skylda okkar að styðja baráttuna gegn krabbameini hjá konum og vera með slaufuna sýnilega. Mamma mín greindist með krabbamein þegar hún var einungis…
Er búin að koma mér ansi vel fyrir upp í sófa, er með uppáhalds bækurnar mínar og blöðin mér við hlið. Í sjónvarpinu er sjónvarpsþátturinn The little Paris kitchen með Rachel Khoo. Þættirnir eru svo ótrúlega flottir hjá henni og hún er svo dásamleg, maturinn hjá henni er líka svakalega…
Eins og ég hef nú sagt við ykkur áður þá elska ég föstudaga. Skemmtilegasti dagur vikunnar að mínu mati. Dagurinn í dag er búin að vera virkilega huggulegur. Átti stórgott hádegisdeit með systrum mínum, Eddu og Sigrúnu. Það er alltaf jafn gott að hitta þær. Fallegar. Í kvöld er afmæli hjá yndislegum…
Þegar að ég kom heim úr skólanum í gær þá þráði ég eitthvað gott í matinn. Ég elska pasta og því var dásamlegur pastaréttur fyrir valinu. Spínat- og ostafyllt canelloni. Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá Mareni systur minni og það hefði verið ansi gott að fá hana til…
Uppáhaldið mitt í morgunsárið er án efa hafragrautur. Ég lét chia-fræ út í grautinn minn í morgun og ég var mjög ánægð með útkomuna, grauturinn varð mun betri fyrir vikið. 1 dl haframjöl 1 dl vatn 1 1/2 dl mjólk 1 msk chia fræ kanill, magn eftir smekk smá salt…
Ostakökur eru hvers manns hugljúfi og eiga alltaf vel við. Ostakökur er svolítið þungar í maga að mínu mati svo þessi stærð er algjör draumur, sérstaklega ef þið berið kökurnar fram í veislum. Þá er nóg af plássi í maganum fyrir hinar kræsingarnar. Hægt er að nota hvaða ber sem…