Bless Október og halló Nóvember! Þúsund þakkir fyrir heimsóknirnar í Október, mikil ósköp er ég heppin með lesendur. Rúmlega 87.000 heimsóknir í Október. Ég er mjööög ánægð með það og þakka ég ykkur kærlega fyrir að skoða síðuna mína. Nú þarf ég að koma mér af stað í skólann. Ég…
Alls tóku 272 lesendur þátt í gjafaleiknum hér á blogginu í samstarfi við Íslenzka Pappírsfélagið. Það er hún Kolbrún Edda Aradóttir sem var dregin út að þessu sinni. Innilega til hamingju með það Kolbrún Edda, ég vona að þú njótir vel. Takk fyrir þáttökuna elsku vinir. xxx …
Kl .09.00 í morgun þá var ég búin að hella mér upp á gott kaffi og kveikja á nokkrum kertum. Þegar að ég vaknaði þá leit ég út um gluggann og sá að veturinn er formlega kominn. Allt í snjó og leiðindaveður, eins og ég hef sagt áður þá er…
Komin heim í heiðardalinn! Mikil ósköp sem ég hafði það gott í Noregi hjá systur minni og hennar prinsum. Það hefði verið ansi ánægjulegt að vera lengur en sem betur fer er ekki langt í jólin og þá kemur öll fjölskyldan hingað heim. Mikið sem það verður nú gott. Við…
Ég hef það svakalega gott hérna úti hjá systur minni. Vil helst ekkert fara heim strax, væri nú alveg til í að eyða fleiri dögum með þessum æðibitum. Í dag þá fórum við út að labba um bæinn, fórum á kaffihús og tókum ansi margar skemmtilegar haustmyndir. Vinir að vera…
Í morgun þá var loksins komið að deginum sem ég var búin að bíða ansi lengi eftir. Um fimmleytið í morgun þá lögðum við Aldís af stað til Keflavíkur og þaðan til Noregs til systur minnar. Hún vissi ekki af því að ég væri að koma svo það var ansi…
1. Heitt súkkulaði með piparmyntu á Te&Kaffi. Dásemd í bolla. 2. Blingað sig upp 3. Bleikur Cappuccino 4. Vinkonur á góðri stundu. 5. Hélt matarboð fyrir yndislegar vinkonur 6. Austurlensk matargleði með góðri vinkonu 7. Fallegar og ljúfar kökur …
Ég er algjör súkkulaðifíkill og gæti vel borðað súkkulaði í öll mál, ég reyni þó að gæta hófs. Það er fátt sem kemst nálægt því að vera jafn dásamlegt og bragðgóður súkkulaði mjólkurhristingur. Þessi mjólkurhristingur er af einföldustu gerð og er mjög bragðgóður. Það er mikilvægt að velja sér ís…
Mér finnst svo agalegt gott þegar að ég næ að útbúa mér eitthvað sáraeinfalt og ferskt í hádeginu. Ég geri mér þetta salat ansi oft, ég nota salatið á gróft brauð eða á hrökkbrauð. Mér finnst best að rista brauðið ef ég er ekki með hrökkbrauð, en það er nú…
Morgunstund gefur gull í mund. Þessi laugardagsmorgun byrjaði aðeins vel og nú ligg ég upp í sófa, búin að borða yfir mig af laugardagskræsingum. Ég ætla að liggja hér svolítið lengur og fara síðan í göngutúr í þessu yndislega veðri. Svo er það bara lærdómur og huggulegt sem einkenna þennan…