Dagarnir eru virkilega fljótir að líða og það er mikið að gera, ég hef ekki náð að sinna blogginu nægilega vel þessa vikuna en ég vona að þið fyrirgefið mér það. Það hefur ekki gefist mikill tíma til þess að dúllast í eldhúsinu en mikið sem ég er heppin að…
Mamma mín kom heim frá Noregi á föstudaginn og það var yndislegt. Við eyddum gærdeginum í Reykjavík. Fengum okkur dásamlegan hádegismat á Jómfrúnni og kíktum í nokkrar búðir. Virkilega notalegt að eyða deginum með mömmu og ömmu minni. Jómfrúin er í miklu eftirlæti hjá okkur og maturinn þar er alltaf…
Þúsund þakkir fyrir heimsóknir á bloggið í janúar kæru vinir. Heimsóknir fyrir janúarmánuð voru yfir 155.000 og mikil ósköp sem ég er þakklát fyrir svona góða lesendur. Fyrir ári síðan voru heimsóknir í janúar 40.000 svo það er reglulega gaman að fylgjast með litla blogginu mínu vaxa. Ef ekki væri fyrir…
Ég hef alltaf verið afskaplega hrifin af kökum og það er fátt sem gleður mig meira en fallegar og góðar kökur. Kökuást mín byrjaði mjög snemma og eina minningin sem ég á af ættarmóti sem var haldið fyrir mörgum árum eru kökurnar, ég setti mér það markmið að smakka hverja…
Gærdagurinn byrjaði á því að fínpússa verkefnið mitt sem ég flutti í skólanum í gær og eftir tímann þá brunaði ég aftur heim og byrjaði á því að skipuleggja bakstursdaginn mikla. Ég er bæði að vinna í dag og tek þátt í því að skipuleggja kökuveislu Vöku sem er í kvöld…
Þegar ég var yngri þá var alltaf fiskur í matinn heima hjá mér á mánudögum og ég reyni að halda í þá hefð hér heima hjá mér. Það má með sanni segja að ég sé að taka upp þær venjur sem mamma var með heima hjá okkur, ég man nú…
Ég er nú örugglega ekki sú eina sem þrái sólina og sumarið. Í janúar þá er mjög freistandi að skoða utanlandsferðir og láta sig dreyma um huggulegheit. Ég tók saman nokkrar myndir frá því í fyrrasumar sem var ó svo dásamlegt! Um 40°C stiga hiti í New York. Ég var…
Nú er vikan á enda og tíminn flaug áfram. Það var frekar mikið að gera í vikunni og er ég ótrúlega ánægð með vikuna, margt spennandi í kortunum framundan sem ég hlakka mikið til að deila með ykkur. Ég vaknaði snemma í morgun og fór suður í verkefni sem tók…
Þessi vika hefur verið sérdeilis viðburðarrík og mikið að gera svo ég hef ekki haft mikinn tíma fyrir matargerð en mig langar þó alltaf í eitthvað gott að borða og þá er ekkert betra og fljótlegra en súpa. Súpur eru í sérstöku eftirlæti hjá mér og ég gæti borðað þær…
Ég er svo afskaplega ánægð með veðrið, það er svo gott að vakna og sjá að sólin skín. Það er vissulega kalt en á meðan sólin er á lofti þá skiptir það ekki máli. Að því sögðu þá virðist ég tala mikið um veðrið við ykkur, sem er pínu fyndið….