Ljúfur laugardagur

 Mamma mín kom heim frá Noregi á föstudaginn og það var yndislegt. Við eyddum gærdeginum í Reykjavík. Fengum okkur dásamlegan hádegismat á Jómfrúnni og kíktum í nokkrar búðir.
Virkilega notalegt að eyða deginum með mömmu og ömmu minni. 
 Jómfrúin er í miklu eftirlæti hjá okkur og maturinn þar er alltaf jafn góður. Ég og mamma fengum okkur smurbrauð, ég fæ mér alltaf sama brauðið. Hálft með lambasteik og hálft beikonsmurbrauð með camenbert. Lostæti! 
 Amma fékk sér ljúffenga purusteik.
 Kaffisopi og súkkulaðibiti er nauðsyn eftir góða máltíð. 
Virkilega huggulegur dagur með yndislegustu konum sem ég þekki. 
Sumir laugardagar eru einfaldlega betri en aðrir. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *